Skolaslit

Skolaslit

Forsíðumynd

Forsíðuborði 3


Forsíðuborði 2

Forsíðuborði 1


Fréttir og tilkynningar

Nemendur í 6. bekk í forritun í micro bit smátölvum - 12.1.2018

Nemendur í 6. bekk A fengu afhenta smátölvuna micro-bit í morgun og voru að æfa sig í forritun.

Markmið er að efla forritunarkunnáttu íslenskra barna. Auka vitund þeirra um mikilvægi forritunar í daglegum störfum, efla rökhugsun og stuðla að auknum áhuga á tækni og iðngreinum í samræmi við áherslur í aðalnámskrá grunnskóla. Verkefnið felst í micro-bit smátölvunni þar sem er horft sérstaklega til nemenda í 6. og 7. bekk grunnskóla.

Nemendur okkar munu taka þátt í keppni í forritun á vegum krakkaruv.is


Osmo leikur - 12.1.2018

Osmo er margverðlaunaður og þroskandi leikur sem breytir því hvernig krakkar leika sér með iPad, með því að blanda saman tölvuleikjum og hefðbundnum leik á skapandi hátt.

Osmo virkar þannig að lítill spegill er settur yfir myndavél iPadsins og þannig getur myndavélin lesið þær upplýsingar sem settar eru fyrir framan iPadinn. Fjölbreyttir leikir eru í boði og einnig hægt að hanna sína eigin leiki.

Á myndunum má sjá nemendur í 2. R


Góð samvinna hjá nemendum - 12.1.2018

Það getur verið gaman að vinna með tæknilego. Búa til hvað eina sem manni dettur hug.

En það er ekki gaman að þurfa að byrja á því að laga til í kössunum.

Á myndinni má sjá tvo nemendur, sem tóku að sér að koma röð og reglu í kössunum.

Jólakveðja - 20.12.2017

Starfsfólk Snælandsskóla óskar nemendum og  foreldrum skólans gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.  Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrám miðvikudaginn 3. janúar.


Jólastund - 20.12.2017

Við höldum nokkuð fast í hefðirnar starfsfólk Snælandsskóla þegar kemur að síðasta degi fyrir jólaleyfi.
Nemendur okkar sem eru í skólahljómsveit Kópavogs leika nokkur jólalög. Nemendur í 3. bekk flytja helgileik og í ár fluttu einnig nemendur í 2. bekk sama helgileik.
Nemendur í 1. bekk syngja og kórinn okkar syngur jólalög.
Síðan er farið í íþróttahúsið og dansað í kringum jólatréð. Á jólaballið mæta jólasveinar og stundum kemur mamma þeirra með þeim.


Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.Þetta vefsvæði byggir á Eplica