Skolaslit

Skolaslit

Forsíðumynd

Forsíðuborði 3


Forsíðuborði 2

Forsíðuborði 1


Fréttir og tilkynningar

Takk fyrir skólaárið - 9.6.2017

Takk fyrir skólaárið. Sjáumst kát og hress í ágúst.


Skólastarf vikuna 6. - 9. júní - 9.6.2017

Krakkalandið okkar fór í ferðalag með rútu 8. júní upp í Heiðmörk. Þar dvöldu börnin við leik í góðu yfirlæti í Furulundi með börnum frá Álfhólsskóla, Hörðuvallaskóla, Lindaskóla og Smáraskóla.


Skólaslit í Snælandsskóla hjá 1. - 9. bekk fór fram 7. júní

Magnea skólastjóri flutti ræður og Guðmunda á bókasafninu hvatti nemendur á yngsta- og miðstigi til að lesa í sumar.
Nemendur í 1. bekk fengu bækur að gjöf frá IBBY á Íslandi. Þau eru frjáls áhugasamtök um barnabókmenntir og barnamenningu á Íslandi.Í útskrift 10. bekkinga þann 6. júní  fengu allir nemendur rós frá foreldrafélaginu, árbókina sína og vitnisburðablöðin.

Sérstök verðlaun fengu þau: Silja Arnbjörnsdóttir Ólafsson fyrir dönsku, Elías Geir Óskarsson fyrir góðan námsárangur og hvatningarverðlaunin að þessu sinni fékk Christian Gunnar Jónsson.

Ræður héldu Magnea skólastjóri, Helgi Basli deildarstjóri og þau Bryndís Kristjánsdóttir og Hannes Lúðvíksson fluttu ræðu fyrir hönd nemenda. Rannveig Ásgeirsdóttir flutti ræðu fyrir hönd foreldra og kallaði upp á svið kennarana sem kenndu krökkunum, þegar þeir voru í 1. bekk.Vorhátíð Snælandsskóla heppnaðist vel. Starfsfólk skólans sá um vaktir á stöðvum og foreldrar grilluðu pylsur og sáu um að styrkja skólann með flottum atriðum svo sem BMX strákunum, bubbluboltum og hoppukastal

Andlitsmálun var í gangi í allan morgunin og létu margir nemendur mála sig.

Þemadagar - 31.5.2017

10 bekkingar eru farnir í vorferðina sína og 8. og 9. bekkingar komnir í gallana. Sólin á að skína í dag svo þeirra verk í dag er að mála og mála. Inn á milli horfa þeir á söngleik, dansa og hlusta á fyrirlestra þessa þemadaga sem standa yfir í 3 daga.

Söngleikur hjá 6. bekk - 31.5.2017

Fyrsta sýning hjá 6. bekk á söngleiknum That´s me stendur nú yfir. Söngurinn og umgjörðin öll er fyrsta flokks.

Handboltamótið á unglingstigi - 30.5.2017

Handboltalið 9.G vann mótið 

Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.Þetta vefsvæði byggir á Eplica