Skolaslit

Skolaslit

Forsíðumynd

Forsíðuborði 3


Forsíðuborði 2

Forsíðuborði 1


Fréttir og tilkynningar

Skóladagatal 2015-2016 - 16.6.2015

Hér

má finna uppfært (nákvæmara) skóladagatal næsta skólaárs 2015-2016. Það má einnig finna dagatalið undir flipanum Skóladagatal hér á síðunni.

Hvað á að vera í töskunni? - 16.6.2015

Hér

má finna lista yfir það sem á að vera í tösku nemenda þegar þeir mæta í skólann í haust. Við minnum á að nýta allt sem hægt er frá fyrri árum. Að sjálfsögðu er ekki nauðsynlegt að endurnýja allt sem á listunum er ef það er til.

Gleðilegt sumar - 15.6.2015

Við sendum ykkur öllum okkar bestu óskir um gleðilegt sumar og góða daga. Skólastarf í Snælandsskóla hefst á ný með Sumardvöl í Dægradvöl fyrir nemendur í 1. bekk þann 10. ágúst og skólasetningu fyrir alla nemendur skólans þann 24. ágúst.

Gagnalistar - listar yfir það sem á að vera í töskunni í haust eru birtir undir flipanum Nemendur - Hvað á að vera í töskunni?


Með sumarkveðju, 
skólastjórnendur í Snælandsskóla.

Skólaslit Snælandsskóla 2015 - 10.6.2015

Skólaslit Snælandsskóla fóru fram þriðjudaginn 9. júní þegar 10. bekkur var útskrifaður frá skólanum með pompi og prakt. Skólaslitum var svo haldið áfram miðvikudaginn 10. júní þegar skólastarfi Snælandsskóla skólaárið 2014-2015 var slitið í öllum öðrum árgöngum. 

Verkefnavinna hjá 9. bekk vorið 2015 - 9.6.2015

Að venju vann 9. bekkur að ýmsum verkefnum til að fegra og bæta skólann dagana 3.-5. júní. Verkefnin sem unnið var að þetta árið voru margvísleg og unnu nemendur í hópum. 

Einn hópurinn smíðaði bekki, gerði taflborð, sem var mælt var út og málað, og borð til að spila millu á. Þessir hlutir voru unnir úr gömlum bekkjum úr Kópavogi og trjám einnig úr Kópavogi. 
Annar hópur málaði bekkina fyrir utan skólann, málaði nýjar línur á tennisvöllinn og málaði allar gular línur sem auðvelda sjónskertum að sjá tröppur, steina o.þ.h. Einnig voru pókó vellirnir málaðir og hinir ýmsu parísar sem á skólalóðinni eru.
Þriðji hópurinn vann við að bora göt í tennisbolta sem síðar verða settir undir stóla til að draga úr hávaða. Þetta auðveldar þeim börnum sem eru með heyrnarskerðingar að stunda nám sitt því  öll umhverfishljóð trufla.
Fjórði hópurinn var síðan í vinnu á bókasafninu við að þrífa allar bækur og skrá inn nýjar bækur.

Öll þessi vinna gekk mjög vel og aldeilis flottir krakkar þarna á ferð.
Leiðbeinendur í þessu verkefni voru: Brynja, Guðlaug, Hanna Dóra, Ragnheiður, Steina P. og Stefán.
Ef þú smellir hér þá finnur þú fleiri myndir.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Skólasetning 24.8.2015


 

Fleiri atburðirÞetta vefsvæði byggir á Eplica