Skolaslit

Skolaslit

Forsíðumynd

Forsíðuborði 3


Forsíðuborði 2

Forsíðuborði 1


Fréttir og tilkynningar

Drekasaga - 1.12.2016

Söngleikurinn Drekasaga er byggður á samnefndri  á bók Iðunnar Steinsdóttur og er samvinnuverkefni kennara og nemenda í 4. bekk sem unnið hefur verið að síðustu vikur. Guðmunda Guðlaugsdóttir skólasafnskennari vann leikgerðina, Elín Halldórsdóttir tónmenntakennari frumsamdi lög og texta og sá um leikstjórn, Jóhanna Hjartardóttir umsjónarkennari vann myndefni sem sýnt var samhliða sýningunni og sá um að æfa krakkana ásamt Elsu Dýrfjörð umsjónarkennara og Öddu Valdísi Óskarsdóttur stuðningsfulltrúa.
Jólasöngveisla - 1.12.2016

Jólatónleikar barnakóra Snælandsskóla voru haldnir í Hjallakirkju miðvikudagsvöldið 30. nóvember.
Fram komu Kór Krakkalands, sem er dægradvölin í skólanum, og Barnakór Snælandsskóla,
en hann skipa nemendur af miðstigi. Stjórnandi kóranna er Elín Halldórsdóttir tónmenntakennari skólans.
Með kórunum sungu Elín Halldórsdóttir, Margrét Einarsdóttir og Sigríður Havsteen Elliðadóttir.
Píanisti var Sævar Helgi Jóhannsson.
Nemendur sungu falleg og skemmtileg jólalög og voru sum þeirra samin af nemendum sjálfum.
 Í lok tónleikanna komu fram fjórir hressir strákar af miðstigi og fluttu frumsamið rapp, jólarapp.

Guðmunda Hrönn Guðlaugsdóttir
Jólapeysur hjá unglingastiginu - 1.12.2016

Nemendur hjá Árnýju léku á als oddi og stilltu sér upp í þessum lika flottu jólapeysum. 

Söngleikurinn Drekasaga verður frumsýndur á morgun - 28.11.2016

Söngleikurinn Drekasaga verður frumsýndur á morgun 29. nóvember hjá 4.JH og 1. desember hjá 4. ED. Söngleikurinn er byggður á samnefndri sögu eftir Iðunni Steinsdóttur.Slökkviliðið kom í heimsókn - 28.11.2016

Slökkviliðið var í heimsókn hjá 3. bekk í fyrsta tíma. Börnin voru áhugasöm og til fyrirmyndar. Það er svo gaman að koma með gesti í svona bekki.
Fréttasafn


Atburðir framundan

Forritunarvikan "Hour of Code" 5.12.2016 - 11.12.2016

 

Vinabekkjadagur Olweus 7.12.2016

 

Fótboltamót miðstigs 9.12.2016

 

Jólatónleikar barnakóra Snælandsskóla 12.12.2016

 

Jólamatur og jólasveinahúfudagur 15.12.2016

 

Fleiri atburðirÞetta vefsvæði byggir á Eplica