Skolaslit

Skolaslit

Forsíðumynd

Forsíðuborði 3


Forsíðuborði 2

Forsíðuborði 1


Fréttir og tilkynningar

Fyrsti fundur skólaráðs - 7.10.2015

Fysti fundur ársins hjá skólaráðs Snælandsskóla var haldinn 29. september. Fundargerð þess fundar má finna hér.

Spjaldtölvur í skólastarfi - 2.10.2015

Þann 8. september fengu nemendur í 8. og 9. bekk afhentar spjaldtölvur frá Kópavogsbæ. Mikil eftirvænting lá í loftinu þegar komið var að afhendingunni. Skólastjóri og kennarar ræddu við nemendur um tilgang  tækjanna í skólastarfinu og umgengnisrreglur . Einnig fékk skólinn eitt bekkjarsett af spjaldtölvum sem notað verður í kennslu í öðrum bekkjardeildum.Kennarar á öllum stigum  eru nú þegar farnir af stað með ýmis verkefni sem unnin eru í spjaldtölvunum. Vonumst við til að með notkun spjaldtölva aukist fjölbreytni í námi og kennslu. 
Hér má sjá nemendur í 2., 6. og 8. bekk.

Brunaæfing - 30.9.2015

Við enduðum septembermánuð á því að taka eina hefðbundna brunaæfingu. Kerfið fór í gang eins og áætlað hafði verið og allir bekkir gengu í röð á eftir kennurunum sínum niður á gervigrasvöll þar sem bekkirnir röðuðu sér upp eins og til er ætlast. Allt tókst þetta með miklum ágætum og enginn "brann inni". 

Göngum í skólann - 4.9.2015

Verkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í níunda sinn miðvikudaginn 9. september næstkomandi og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 7. október. Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Snælandsskóli mun að sjálfsögðu taka þátt í þessu verkefni að vanda. Hér má finna heimasíðu verkefnisns þar sem margt skemmtilegt sem tengist verkefninu er að finna og foreldrar og nemendur hvattir til að kynna sér.

Kynningar á skólastarfi vetrarins - 3.9.2015

Kynningar á skólastarfi vetrarins fara fram vikuna 7.-11. september. Fyrir foreldra nemenda á yngsta stigi, 1.-4. bekk verður kynningin haldin þriðjudaginn 8. september. Fyrir foreldra nemenda á unglingastigi, 8.-10. bekk fimmtudaginn 10. september og fyrir miðstigsforeldra, 5.-7. bekk föstudaginn 11. september.

Dagskráin verður eins á öllum stigunum og má sjá hér:
Klukkan 08:10-08:50 hefst kynningin með sameiginlegum fundi foreldra/forráðamanna, skólastjóra, deildarstjóra, námsráðgjafa og verk-og faggreinakennurum á sal skólans.

Klukkan 08:50-09:30 verða kynningar hjá umsjónarkennurum og nemendum í heimastofum nemenda

Fréttasafn


Atburðir framundan

,,Göngum í skólann" hefst 9.9.2015 - 7.10.2015

 

Starfsdagur kennara - frí hjá nemendum 7.10.2015

 

Foreldraviðtalsdagur - ekki kennsla þann dag 23.10.2015

 

Vetrarfrí 26. og 27. október 26.10.2015 - 27.10.2015

 

Starfsdagur kennara - frí hjá nemendum 19.11.2015

 

Fleiri atburðirÞetta vefsvæði byggir á Eplica