Forsíðumynd

Forsíðuborði 3

Forsíðuborði 2

Forsíðuborði 1


Fréttir og tilkynningar

Rithöfundaheimsóknir - 19.12.2014

Á stofujólunum var árlegur upplestur rithöfunda. Ævar Þór Benediktsson heimsótti krakkana í 1. – 4. bekkog las upp úr bók sinni Þín eigin þjóðsaga og hvatti alla til að taka þátt í lestrarátaki Ævars vísindamanns.Gunnar Helgason las fyrir krakkana á miðstigi upp úr bók sinni Gula spjaldið í Gautaborg og Þorgrímur Þráinsson las upp úr nýjustu bók sinni Hjálp fyrir nemendur á unglingastigi.Einnig var dregið í Jóladagatali skólasafnsins og gefnar áritaðar bækur eftir höfundana sem komu í heimsókn.

Kaffihús á bókasafni á aðventunni - 18.12.2014

Núna fyrir jól var kaffihús á bókasafninu sem yngstu bekkir skólans fóru á með umsjónarkennara sínum, einn bekkur í einu. Nemendur í  unglingadeildinni lásu sögur og gáfu þeim kakó og piparkökur sem voru bakaðar í heimilisfræði. Sögurnar sem voru lesnar  fyrir 1. -4. bekk voru Grýlusaga/Gunnar Karlsson, Jólasveinarnir/Jóhannes úr Kötlum, Trölli stal jólunum og Jólasaga, Þetta er samstarfsverkefni Guðmundu  á bókasafninu og Júlíu heimilisfræði kennara.

Heimsókn 10. bekkja á Alþingi - 17.12.2014

2. og 3. desember fóru 10. bekkir Snælandsskóla í heimsókn á Alþingi. Við mættum í skólann í fyrsta tíma og löbbuðum svo í strætó. Þegar við komum í Alþingishúsið tók maður á móti okkur og bað okkur um að skilja alla síma og úlpur eftir frammi. Kona sem heitir Sigríður Helga var leiðsögumaður okkar þessa heimsókn. Við byrjuðum á því að skoða allt húsið og herbergin fórum svo á þingpallana og Sigríður talaði við okkur og fræddi okkur. 
Þegar heimsókninni var að ljúka skoðuðum við listaverkið sem er á ganginum í húsinu. Verkið er hljóðverk eftir Ólöfu Nordal. Verkið kallast Vitum ér enn- eða hvat? og ef maður leggur eyrað við það þá hvíslar verkið að manni spakmælum og orðtökum. Við förum svo á Café Paris eftir þetta og fengum kleinu/súkkulaðiköku og heitt kakó. Hér má sjá nokkrar myndir úr ferðinni.

Fréttamaður: Bergdís Rut 10.ÁS

Forritun kynnt í skólanum - 17.12.2014

Snælandsskóli var meðal skóla sem skráðir voru til þátttöku í verkefninu „Hour of Code“ sem hófst í vikunni 8.-12.desember. Markmið verkefnisins er að gefa nemendum kost á að kynnast forritun í að minnsta kosti einn klukkutíma. Við fórum af stað með „Hour of Code“ fyrir miðstigið i síðustu viku. Ætlunin er að aðrir bekkir komi eftir áramót því verkefnin eru opin í margar vikur á eftir, jafnvel í mánuði. Á námsvef skólans - undir 5.-7.bekkur - eru vefir sem tengjast þessu verkefni og einnig kennsluvefir í forritun sem nemendur hafa aðgang að í skólanum og heima. Verkefnin eru fyrir allt grunnskólastigið.  

Vegna veðurs þriðjudaginn 16. desember! - 16.12.2014

Eftirfarandi tilkynning er á facebooksíðu Kópavogsbæjar: Ekkert ferðaveður er á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi í dag og því er mælst til þess að foreldrar sæki börn sín í skóla þegar honum lýkur eða í dægradvölina ef börn eru í henni. Skólar hafa verið beðnir um að tryggja að börn yfirgefi ekki skólana nema í fylgd með fullorðnum. Sjá nánar á heimasíðu slökkviliðsins:http://www.shs.is/um-okkur/frettir/248-foreldrar-sæki-börn-sín-í-skóla.html

Fréttasafn


Atburðir framundan

Kennsla hefst 5. janúar skv. stundaskrá 5.1.2015

 

Fleiri atburðir