Skolaslit

Skolaslit

Forsíðumynd

Forsíðuborði 3


Forsíðuborði 2

Forsíðuborði 1


Fréttir og tilkynningar

Gúri geimvera heimsótti skólann - 22.4.2016

Nemendur í 3. bekk frumfluttu söngleikinn Gúri geimvera og pláneturnar á 6 sýningum í síðustu viku. Höfundur söngleiksins er Elín Halldórsdóttir tónmenntakennari. Jóhanna Hjartadóttir tók saman og gerði myndskeið við plánetusöngvana og Elsa Dýrfjörð hannaði búninga fyrir sýninguna. Við óskum Elínu, nemendum og umsjónarkennurunum Elsu og Jóhönnu innilega til hamingju með frábærar sýniningar og takk fyrir skemmtununa.

Gúri geimvera - söngleikur í 3. bekk - 11.4.2016

Á facebook síðu Snælansskóla má finna link að lagi úr frumsamda barnasöngleiknum Gúri geimvera og pláneturnar sem nemendur í 3. bekk sýna í Snælandsskóla í þessari viku. Lagið er unnið í GarageBand, myndskeiðið í iMovie og greenscreen. Höfundur tónlistar og texta Elin Halldórsdóttir, myndskeið Jóhanna Hjartardóttir, Elsa Dýrfjörð hönnun búninga og leikmyndar. 

Páskakveðja - 18.3.2016

Kæru foreldrar, nemendur og aðrir velunnarar Snælandsskóla.


Páskaleyfið er hafið nú í lok þessa dásamlega föstudags. 

Nemendur og starfsfólk mæta aftur til starfa samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 29. mars.


Um leið og við óskum ykkur gleðilegrar páskahátíðar, viljum við þakka fyrir samstarfið í vetur.


Starfsfólk Snælandsskóla

Úrslit Lesum meira spurningakeppninnar - 18.3.2016

Úrslitakeppnin í spurningakeppni miðstigs, Lestu meira, fór fram sl. miðvikudag. Eftir æsispennandi viðureign ríkjandi meistara 6.I og 5.S, stóð 5.S uppi sem sigurvegari keppninnar. Myndin er frá verðlaunaafhendingunni en þar má sjá Basla spyril og Guðmundu spurningahöfund og dómara. Viljum við nota tækifærið og þakka Guðmundu fyrir frábært verkefni sem stuðlar að áhuga og auknum lestri nemenda á miðstigi á mjög skemmtilegan hátt.

Stóra upplestrarkeppnin í Snælandsskóla - 18.3.2016

Snælandsskólakeppnin í Stóru upplestrarkeppni 7. bekkja fór fram í vikunni. Bekkjarkeppnir í 7.B og 7.H fóru fram í vikunni á undan og þá voru valdir 6 flottir lesarar úr báðum bekkjum sem kepptu um það hverjir fara fyrir hönd Snælandsskóla í Stóru upplestarkeppnina í Kópavogi í lok mars. Kolbeinn Ingi í 7.B og Sunna Kristín R í 7.B voru valin til að fara fyrir hönd skólans og er Sunna Kristín G í 7.H til vara. Aldeilis flottir lesarar þar á ferð. 

Fréttasafn


Atburðir framundan

Uppstigningardagur 5.5.2016

 

Skipulagsdagur 6.5.2016

 

Fleiri atburðirÞetta vefsvæði byggir á Eplica