Forsíðumynd

Forsíðuborði 3

Forsíðuborði 2

Forsíðuborði 1


Fréttir og tilkynningar

Heimsókn í myndmennt - 5.3.2015

Við skelltum okkur í heimsókn í myndmenntastofuna og spjölluðum örlítið við Guðrúnu myndmenntakennara.  Hún sagði okkur frá því að krakkarnir væru að gera allskonar hluti t.d að teikna og mála myndir. Við spurðum líka hvaða bekkir væru í myndmennt og sagði hún okkur að 1.-8. bekkur væru í kennslu en 9. og 10. bekkur hefðu áður verið í myndmennt en nú væri það orðið val. Hún sýndi okkur ýmis mismunandi verk frá ýmsum aldurshópum. Við spurðum hana svo hvort að listamenn horfi á heiminn öðruvísi en flestir aðrir. Hún sagðist gera ráð fyrir því.

Hér má sjá nokkrar myndir af verkum nemenda.
Fréttamenn: Bjarki Smári Smárason og Egill Sigurjónsson

Stóra upplestrarkeppnin - 5.3.2015

Föstudaginn 27. febrúar réðust úrslit í „Stóru upplestrarkeppninni“ hér innanhúss hjá okkur í Snælandsskóla. Það eru nemendur 7. bekkjar í grunnskólum landsins sem taka þátt í þessu vinsæla verkefni um land allt. Hjá okkur hófst verkefnið með mikilli upplestrarkeppni í báðum 7. bekkjunum, þar sem allir nemendur tóku þátt. Að þeirri keppni lokinni stóðu 3 nemendur úr hvorum bekk uppi sem sigurvegarar. Endanleg úrslit fengust svo sl. föstudag, þegar úrslitakeppni skólans fór fram og fulltrúar skólans voru valdir.Hlutskörpust urðu þau Bjartur Jörfi Ingvason og Sonja Margrét Ólafsdóttir (7-SW), til vara verður Halldóra Elín Einarsdóttir (7-HH).Lokakeppnin í Kópavogi verður svo haldin þriðjudaginn 10. mars í Salnum í Hamraborg. Til hamingju 7. bekkingar. 

Innritun nýrra nemenda 2. og 3. mars - 13.2.2015

Hinir árlegu innritunardagar í grunnskóla Kópavogs verða 2. og 3. mars nk. Þá innritum við verðandi 1. bekkinga og svo aðra nemendur sem eru að flytjast á milli skólahverfa.

Benni Kalli í heimsókn í 10. bekk - 4.2.2015

Mánudaginn 2. febrúar kom maður að nafni Berent Karl Hafsteinsson eða öðru nafni Benni Kalli, með fyrirlestur fyrir 10. bekk. Þar talaði hann um mótorhjólaslys sem hann lenti í árið 1992 eftir ofsaakstur. Benni Kalli slasaðist mjög alvarlega, braut mörg bein í líkama sínum og fékk sýkingu í neðri part vinstri fótar, sem leiddi til þess að taka þurfti af neðri partinn af fætinum. Hann sýndi okkur svo gervifót frá fyrirtækinu Össuri og gervifótinn sinn sem hann notar til að labba í dag. Hann talaði líka um lífið fyrir slysið og hvernig það hafi breyst eftir slysið. Hann lauk svo fyrirlestrinum á því að sýna á sér fótinn sem var skaddaður og fannst það sumum óhugnalegt og skrýtið en öðrum fannst það allt í lagi. Krakkarnir voru mjög áhugasöm og fannst flestum fyrirlesturinn áhrifamikill. 

Fréttamenn: Bjarki Smári Smárason og Kristján Lúðvíksson

Það er gaman að Laugast! - 4.2.2015

Krakkarnir í 9. bekk eru nýkomnir heim af Laugum í Sælingsdal. Það var glens og gaman og krakkarnir komu heim með bros á vör. Öllum fannst gaman og á sama tíma lærdómsríkt. Þó að flestir hafi farið eftir reglunum þá gerðu það ekki allir. Til dæmis fannst nammi hjá nokkrum drengjum og voru settar hurðasprengjur á allar hurðir á strákaganginum fyrstu nóttina. Mörgum brá þegar þeir vöknuðu og ætluðu að fara fram í morgunmat, kennurum og börnum.         

Það var líka margt gott sem gerðist í Sælingsdal, það var til dæmis fjör í sundlaugapartýinu, þrátt fyrir haglél og vont veður, því Jörgen var duglegur að dansa og heiti potturinn var kósý. Farið var á mörg námskeið þar sem margt var lært eins og áhrif miðla á útlit okkar og hvernig við horfum á annað fólk. Við lærðum líka um hættuna á kynsjúkdómum og um traust og samvinnu. Börnin fóru öll glöð heim og eru nú margar sögur sagðar frá Laugum.


Fréttamenn: Sindri Snær Tryggvason og Breki Hrafn Ómarsson

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Skipulagsdagur hjá kennurum 13.3.2015

Frí hjá nemendum.

 

Páskafrí 28.3.2015 - 7.4.2015

Skóli hefst skv. stundaskrá eftir páskafrí þriðjudaginn 7. apríl. 

 

Sumardagurinn fyrsti - loksins 23.4.2015

Frí hjá nemendum til að fara í skrúðgöngu í góðu veðri vonandi.

 

1. maí - frídagur verkamanna 1.5.2015

 

Vorferðir í 1.-9. bekk 13.5.2015

 

Fleiri atburðir