Skolaslit

Skolaslit

Forsíðumynd

Forsíðuborði 3


Forsíðuborði 2

Forsíðuborði 1


Fréttir og tilkynningar

Tónfundur eldri kórs - 25.5.2016

Eldri kór Snælandsskóla hélt tónfund fyrir foreldra sl. mánudag. Flottir krakkar sem nutu sín á sviðinu með Elínu kórstjóra.

Hvalaverkefni í 2. bekk - 25.5.2016

2. bekkur fór út um daginn og teiknaði hvali í fullri stærð á skólalóðina. Ótrúlega lærdómsríkt og skemmtilegt að sjá þessar skepnur í fullri stærð. 

Tréútskurður - 25.5.2016

Miðvikudaginn 11. maí, á afmælisdegi Kópavogs, var sýningin „Sameining“ opnuð í anddyri Náttúrufræðistofu og Bókasafns Kópavogs. Sýnd eru útskurðarverk eftir Jón Adolf Steinólfsson bæjarlistamann Kópavogs og þrjá nemendur hans, þá Ragnar Má Róbertsson, Gunnar Jökul Jakobsson og Herstein Skúla Gunnarsson sem er nemandi í 8. bekk Snælandsskóla (1. tv á myndinni) 

Jón Adolf var útnefndur bæjarlistamaður Kópavogs sumarið 2015 og var honum falið af lista- og menningarráði að leggja sitt af mörkum til menningarfræðslu í Kópavogi og hefur hann leiðbeint þremur grunnskólanemum í tréútskurði í vetur. Á sýningunni eru fyrstu útskurðarverk Ragnars, Gunnars og Hersteins auk tréskúlptúrs eftir Jón Adolf. Hvetjum alla til að kíkja á þessi flottu verk.

Góður árangur nemenda í stærðfræði - 3.5.2016

Pangea stærðfræðikeppnin er fyrir nemendur í 8. og 9. bekk og var haldin í fyrsta sinn á Íslandi í apríl síðastliðnum. Alls tóku 45 skólar víðs vegar af landinu þátt og rúmlega 1000 nemendur.  Fyrst var keppt í tveim lotum sem fóru fram í hverjum skóla fyrir sig. Fyrri lotan var 1. apríl og seinni lotan 15. apríl. Úrslitakeppnin var haldin í húsi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð þann 30. apríl.

Í úrslit komust 35 af bestu nemendum hvers árgangs og erum við afar stolt af Óskari og Bryndísi í 9. bekk sem  voru þar á meðal. 


Gúri geimvera heimsótti skólann - 22.4.2016

Nemendur í 3. bekk frumfluttu söngleikinn Gúri geimvera og pláneturnar á 6 sýningum í síðustu viku. Höfundur söngleiksins er Elín Halldórsdóttir tónmenntakennari. Jóhanna Hjartadóttir tók saman og gerði myndskeið við plánetusöngvana og Elsa Dýrfjörð hannaði búninga fyrir sýninguna. Við óskum Elínu, nemendum og umsjónarkennurunum Elsu og Jóhönnu innilega til hamingju með frábærar sýniningar og takk fyrir skemmtununa.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Vorferð 10. bekkjar 1.-3. júní 1.6.2016 - 3.6.2016

 

Vorleikar 6.6.2016

 

Grænfánadagur 7.6.2016

 

Útskrift 10. bekkjar 7.6.2016 17:00 - 20:00

 

Skólaslit 8.6.2016

 

Fleiri atburðirÞetta vefsvæði byggir á Eplica