Forsíðuborði 3

Forsíðuborði 2

Forsíðuborði 1


Fréttir og tilkynningar

Páskaleyfi - 9.4.2014

Starfsfólk Snælandsskóla óskar öllum gleðilegra páska.


Páskaleyfi hefst að loknum skóladegi 11. apríl og kennsla hefst aftur þriðjudaginn 22. apríl skv. stundaskrá.

Spurningakeppnin Lesum meira - 9.4.2014

Fimmtudaginn 3. apríl síðastliðinn fór fram úrslitaviðureignin í spurningakeppni miðstigs Lesum meira. Keppendur í 6. HH, þau Halldóra Elín, Elísabet Rut og Kári Tómas báru sigur úr býtum eftir  jafna og spennandi keppni við liðið úr 6.SW. Auk bókaverðlauna til keppenda fær 6.HH verðlaunabikarinn til varðveislu fram að næstu keppni að ári.

Undirbúningur keppninnar hófst í haust þegar bókalistinn var kynntur og bókakassar sendir niður í bekkina. Spurningakeppnin Lesum meira er útsláttarkeppni þar sem árgangar keppa fyrst innbyrðis, síðan  komast fjögur lið áfram í undanúrslit og svo úrslitakeppnin sjálf. Lestrarkeppnin hefur verið mjög lestrarhvetjandi og skemmtileg umgjörð um lestur.


Hér má sjá mynd af keppenum 6.H með bekknum sínum og hér má sjá fleiri myndir frá lokakeppninni.

Meistaramót Kópavogs fyrir nemendur í 1. og 2. bekk. - 3.4.2014

4. apríl verður Meistaramót Kópavogs í skák fyrir nemendur í 1. og 2. bekk haldið í Álfhólsskóla (Digranes).

Apríl fréttir frá skólastjórn - 3.4.2014

Hér má finna fréttabréf sem sent var í tölvupósti til allra foreldra fyrr í vikunni.

Upplestrarkeppnin í 7. bekk - 27.3.2014

Lokakeppnin í upplestrarkeppni Snælandsskóla fór fram miðvikudaginn 26. mars. Þá tóku þátt 4 nemendur úr 7.Á og fjórir úr 7.K, þau Diljá Pétursdóttir, Emilía Einarsdóttir, Ólöf Ragnarsdóttir, Rakel Svavarsdóttir, Sigríður Ósk Jóhannsdóttir, Silja Arnbjörnsdóttir Ólafsson, Svanbjörg Þyri Einarsdóttir og Viktor Daði Vignisson. Þau stóðu sig öll með stakri prýði en uppi sem sigurvegarar stóðu í lok dagsins þær Rakel Svavarsdóttir og Diljá Pétursdóttir sem verða þá fulltrúar Snælandsskóla í Stóru upplestrarkeppninni í Kópavogi sem fram fer í Salnum þann 8. apríl nk. Sigríður Ósk var valin varamaður ef ske kynni að önnur hinna forfallist á síðustu stundu. Til hamingju allir nemendur í 7. bekk með frábæran árangur í þessu ferli öllu sem upplestrarkeppnin er.
Hér má sjá myndir frá upplestrinum.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Páskafrí 12.4.2014 - 21.4.2014

Páskafrí hefst að loknum skóladegi þann 11. apríl og kennsla hefst að nýju þriðjudaginn 22. apríl skv. stundaskrá.

 

Handboltamót á miðstigi 23.4.2014

 

Sumardagurinn fyrsti 24.4.2014

Gleðilegt sumar. Frí í skólanum.

 

Umhverfisdagur 25.4.2014

 

1. maí - Verkalýðsdagurinn 1.5.2014

Lögbundinn frídagur

 

Fleiri atburðir