Forsíðumynd

Forsíðuborði 3


Forsíðuborði 2

Forsíðuborði 1


Fréttir og tilkynningar

Handboltamót elsta stigs - 22.4.2015

Miðvikudaginn 15. apríl var haldið hið árlega handboltamót elsta stigs. Keppnin var æsispennandi frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu. 10.ÁS fór með sigur af hólmi en krakkarnir í 10.BS urðu í öðru sæti. En það óvæntasta í mótinu var að sterkt lið úr 7. bekk varð í 3.sæti með frábæra frammistöðu. 9. bekkur varð í því fjórða og 8. bekkirnir fylltu út tvö síðustu sætin. Mótið gekk frábærlega og voru krakkarnir glaðir og kátir með daginn.

Spurningakeppnin Sagan öll - 21.4.2015

Miðvikudaginn 25. mars fór fram úrslitakeppnin í Sagan öll spurningakeppninni á unglingastigi en þetta er fimmta árið sem sú keppni fer fram. Liðin tvö sem kepptu til úrslita voru bæði í 10. bekk og voru þau úr sitt hvorum bekknum. Í liði 10. ÁS voru Guðjón Karl, Guðný, Soffía, Ólafur og Óðinn og í hinum bekknum eða 10. BS voru Elín, Jóhannes, Baldvin, Viktoría og Kolfinna. Úrslitakeppnin sjálf var æsispennandi frá byrjun til enda en á lokasprettinum náði 10. ÁS að síga fram úr 10. BS. Áður höfðu farið fram undankeppnir í hverjum bekk, en í fyrsta skiptið komst lið úr 8. bekk í undanúrslit ásamt þremur liðum úr 10. bekk. Þau lið sem komust í undanúrslit fengu öll verðlaun af allskonar toga en auðvitað fékk fyrsta sætið aðeins meira í vasann en hin liðin. Einnig má benda á það að 10. bekkur hefur alltaf unnið keppnina og lítur það út fyrir að því verði ekki breytt á næstunni nema hinir bekkirnir rífi sig upp.

 

Fréttamenn: Benedikt, Bjarki og Jón Logi 

Kardemommubærinn í 4. bekk - 15.4.2015

4. bekkur í Snælandsskóla setti upp Kardemommubæinn fyrir allt yngsta stigið í lok mars. Leikritið var fjörugt og allir skemmtu sér vel. Það var búið að breyta og bæta leikritið með nútíma gríni sem þótti fyndið og skemmtilegt. Krakkanir eru búnir að vera að undirbúa og æfa leikritið undanfarnar vikur og hafa æfingar gengið vel. Krakkarnir stóðu sig vel og Hannes var á píanóinu og stóð sig með prýði eins og alltaf.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir.

 

Fréttamenn: Egll Gauti og Kristján

Páskakveðja frá Snælandsskóla - 27.3.2015

Starfsfólk Snælandsskóla óskar nemendum, foreldrum og velunnurum skólans gleðilegra páska. Skólastarf hefst að nýju þriðjudaginn 7. apríl skv. stundaskrá.

Skólahreysti - 26.3.2015

Þann 5. mars keppti lið Snælandsskóla í skólahreysti. Upphífingar var fyrsta greinin og keppti Dagur Kári Davíðsson. Hann gerði 27 upphífingar og lenti í 5. sæti. Önnur greinin var armbeygjur þar keppti Inga Sigurðardóttir fyrir hönd skólans. Hún gerði 36 armbeygjur og lenti í 4.sæti. Þriðja greinin var dýfur og keppti Ólíver Goði Dýrfjörð í þeim. Hann gerði 18 dýfur og lenti í 9.sæti. Hreystigreip var fjórða greinin og á maður að hanga á slá í þessari grein. Inga Sigurðardóttir keppti í því og náði að hanga í 2:27 mínútur og lenti í 4. sæti. Síðasta greinin var hraðaþrautin og í hanni kepptu Vignir Ingi Birgisson og Gabríela Sól W. Jónsdóttir fyrir hönd Snælandsskóla. Þau náðu að klára brautina á 2:55 mínútum og lentu í 6.sæti. Að lokum varð Snælandsskóli í 6. sæti en sigurvegarar okkar riðils voru krakkarnir í Lindaskóla.          

Fréttamenn: Helgi og Kristján

Fréttasafn


Atburðir framundan

Vorferðir í 1.-9. bekk 13.5.2015

 

Uppstigningadagur  14.5.2015

 

Skipulagsdagur 15.5.2015

Frí hjá nemendum.

 

Annar í hvítasunnu 25.5.2015

 

Prófdagar í 5.-10. bekk 26.5.2015 - 29.5.2015

Prófdagar í 5.-10. bekk 26.-29. maí.

 

Fleiri atburðir