Skolaslit

Skolaslit

Forsíðumynd

Forsíðuborði 3


Forsíðuborði 2

Forsíðuborði 1


Fréttir og tilkynningar

Dagur íslenskrar tungu 2015 - 27.11.2015

Mánudaginn 16. nóvember var dagskrá á sal fyrir miðstigið í tilefni dags íslenskrar tungu. Stóra upplestrarkeppnin var formlega sett, nemendur lásu ljóð og spiluðu á hljóðfæri. Einnig kynnti  skólasafnið spurningakeppnina Lesum meira og afhentir voru bókakassar í alla bekki á miðstiginu.


Í vikunni  fengu nemendur á unglingstigi kynningu á ævi og verkum Halldórs Laxness og föstudaginn 20. nóvember kom  svo hljómsveitin Hundur í óskilum með dagskrána Halldór Laxness á hundavaði, þar sem farið var yfir nokkrar af þekktustu skáldsögum Halldórs í tali og tónum.

GHG

Vinaganga gegn einelti - 10.11.2015

Föstudaginn 6. nóvember gengu skólarnir í dalnum, Snælandsskóli og leikskólarnir við Álfatún, Furugrund og Grænatún, sína árlegu vinagöngu gegn einelti. Lagt var af stað kl. 09:50 frá Snælandsskóla og hringur genginn í dalnum. Að lokinni göngu sameinuðust allir í gamla íþróttasalnum í Snælandsskóla, þar sem sungin voru nokkur vinalög. Að þessu sinni fengu við góðan leynisgest í heimsókn, hann Góa, sem skemmti okkur með söng og gríni. Menntamálastofnun veitti öllum nemendum skólans gjafir í tilefni dagsins. Um var að ræða endurskinsmerki (leikskólabörn og 1. bekkur), vinaarmbönd (2.-5. bekkur) og skjápúða (6.-10. bekkur). Hér má sjá myndir frá þessum góða degi.

Bangsadagur 2015 - 9.11.2015

Þriðjudaginn 3. nóvember var bangsadagur á yngsta stigi hér í Snælandsskóla. Nemendur mættu í náttfötum og með bangsann sinn. Skólasafnið stóð fyrir sögustund á sal og þar sem lesið var úr sögunni um Bangsimon og félaga í Hundraðekruskógi. Einnig kynntum við samkeppni um nöfn á bangsana hennar Kallýjar námsráðgjafa.  Í lok dags var svo náttfataball í íþróttasalnum undir stjórn Rakelar danskennara. Nú er búið að velja nöfn á bangsana hennar Kallýjar námsráðgjafa en þeir fengu nafnið Ási og Ýma. Hér undir má sjá myndir frá þessum skemmtilega degi. 

Kaffihúsafundur foreldra, nemenda og kennara um spjaldtölvuvæðinguna - 5.11.2015

Tveir mánuðir eru nú liðnir frá því að nemendur okkar í 8. og 9. bekk fengu afhentar spjaldtölvur til notkunar í námi. Einnig fékk skólinn spjaldtölvubekkjarsett til að nota í öðrum árgöngum. Spjaldtölvuvæðingin er því rétt að byrja og hafa ýmsar spurningar vaknað um tilgang og umgengi við tækin. Því var ákveðið að boða nemendur og foreldra til fundar um notkun spjaldtölva í skólastarfinu. Nánari upplýsingar og myndir ef þú velur fyrirsögn fréttarinnar.

Græni dagurinn, gengið gegn einelti 6. nóvember - 3.11.2015

Föstudaginn 6. nóvember verður gengið gegn einelti ásamt börnum af leikskólum hverfisins, Furugrund, Grænatúni og Álfatúni. Allir eru hvattir til þess að mæta í grænu í skólann þann dag. 

Gangan hefst kl. 9:50 við Snælandsskóla og gengið verður saman í Fossvogsdalnum þar sem leikskólabörn bætast í hópinn. Eftir gönguna verður farið í sal Snælandsskóla (kl. 10:40) þar sem sungnir verða söngvar, leynigestur kemur í heimsókn og stuttmynd eftir nemendur um einelti verður sýnd.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Kaffihús á bókasafni fyrir 1.-4. bekk 3. og 4. desember 3.12.2015 - 4.12.2015

 

Kór Snælandsskóla syngur með Svanhildi og Önnu Mjöll í Salnum kl. 20:00 3.12.2015 20:00 - 22:00

 

Fótboltamót miðstigs 4.12.2015

 

Kirkjuferð 1.-4. bekkja 8.12.2015

 

Jólasöngstund miðstigs 8.12.2015

 

Fleiri atburðirÞetta vefsvæði byggir á Eplica