Skolaslit

Skolaslit

Forsíðumynd

Forsíðuborði 3


Forsíðuborði 2

Forsíðuborði 1


Fréttir og tilkynningar

Vorferð - 24.5.2017

1. bekkur fór í sinni vorferð í Húsdýragarðinn. Krakkarnir fengu leiðsögn um garðinn og á fóru þeir í leiktækin. Yndislegur hópur.
2. bekkur í Hvalasafninu. Krakkarnir voru áhugasamir og vissu allt um hvali. Leiðsögumaðurinn var afar hrifinn.
3. bekkur fór í vorferð í Kjósina. Krökkunum fannst verulega gaman en hvolparnir og kettlingarnir höfðu mesta aðdráttaraflið. 
4. bekkur átti góðan dag á Hvalasafninu og Aurora Reykjavík.5. bekkur fór á Þingvöll í sinni vorferð. Krakkarnir hafa verið að læra um víkingaöldina og því var farið á söguslóðir.       Leiðsögumaður fylgdi þeim og sagði frá. Góður hópur í skemmtilegri ferð.
6. bekkur hjólaði í Nauthólsvíkina í sinni vorferð. Þar nutu krakkarnir veðurblíðunnar og auðvitað var farið í pottana. Flott ferð.
7. bekkur fór í ratleik um miðbæ Reykjavíkur í sinni vorferð í tengslum við sögukennsluna í vetur. Glæsilegur hópur og áhugasamur.
8. bekkur fór í miðbæ Reykjavíkur. Krakkarnir fóru í ratleik og yfirskriftin var:Sögufrægar byggingar í miðborginni. Flottir krakkar.
9. bekkur fór í sinni vorferð í ratleik um Húsdýragarðinn. Þar hittu krakkarnir 1. bekkingana okkar.

Einn hópur varð eftir í skólanum, 10. bekkingar. Þeir sátu og lærðu enda fara þeir seinna í sína vorferð

1. bekkingar komu í "Vorskólann" - 18.5.2017

17. maí var sannkallaður hátíðisdagur hjá okkur í skólanum.
Verðandi 1. bekkingar komu í "Vorskólann" ásamt foreldrum sínum.
Börnin fóru í tíma og foreldrarnir fengu kynningu á stoðkerfi skólans. Þeir sem komu fram voru:
Skólastjórinn, formaður foreldrafélagsins, forstöðumaður Krakkalands, deildarstjóri sérkennslu, námsráðgjafinn, hjúkrunarfræðingurinn og sálfræðingur. Allt okkar fólk.

Það verður að segjast að börnin voru hreint yndisleg, sátu prúð og stillt og hlýddu á sögu og unnu verkefni. Það verður gaman þegar þau byrja í skólanum í ágúst.
Uppskeruhátíð í Salnum - 18.5.2017

Föstudaginn 12. maí fór fram uppskeruhátíð iPadana í Salnum á verkum nemenda í Kópavoginum. Okkar fulltrúar voru fjórir nemendur í 7. bekk. Þau fengu það hlutverk að sýna verkefni af yngsta- og miðstigi, sem þau inntu af hendi með glæsibrag. Á eftir sátu þau fyrir svörum blaðamanna og gesta. 
Gönguferð um Kópavoginn - 18.5.2017

Þann 9. maí gengu nemendur í 4. bekk um Kópavoginn og skoðuðu áhugaverða staði. Gönguferðin er hluti af verkefni um Kópavog.

Landsmót barnakóra - 3.5.2017

Nemendur úr Barnakór Snælandsskóla tóku þátt í Landsmóti barnakóra frá föstudeginum 28. til sunnudagsins 30. apríl. Mótið fór fram í Grafavogskirkju og Foldaskóla. Í mótinu tóku þátt 16 kórar og 360 nemendur á aldrinum 10-15 ára. Mótinu lauk með tónleikum í Grafavogskirkju. Frumflutt var verkið "Jörðin hún er móðir okkar" eftir Báru Grímsdóttur.Fréttasafn


Atburðir framundan

Þemavinna í 8. og 9. bekk 31.5.2017

 

Vorferð 10. b 31.5.2017

 

Þemavinna í 8. og 9. B 1.6.2017

 

Vorferð 10. b 1.6.2017

 

Þemavinna í 8. og 9. b 2.6.2017

 

Fleiri atburðirÞetta vefsvæði byggir á Eplica