Skolaslit

Skolaslit

Forsíðumynd

Forsíðuborði 3


Forsíðuborði 2

Forsíðuborði 1


Fréttir og tilkynningar

Nemendur í áttunda og níunda bekk í Kópavogi fá afhentar spjaldtölvur - 25.8.2015

Nemendur í áttunda og níunda bekk í Kópavogi fá afhentar spjaldtölvur mánudaginn 7. september. Þá verða tæplega 900 tæki afhent en spjaldtölvuvæðing grunnskóla í Kópavogi hefst með þessum tveimur árgöngum. 
Haldnir verða kynningarfundir í skólunum fyrir foreldra í tengslum við afhendinguna þar sem farið verður yfir ýmis hagnýt atriði, reglur um notkun tækjanna og aðra skilmála. Þá fá nemendur fræðslu um netöryggi og stafræna borgaravitund áður en þeim eru afhent tækin. Nánari upplýsingar með því að ýta á fyrirsögnina á fréttinni.

Skólasetning í 1. bekk - 25.8.2015

Skólasetning fyrir 1. bekki Snælandsskóla fór fram þriðjudagsmorguninn 25. ágúst. Að skólasetningu lokinni afhentu 10. bekkingar öllum 1. bekkingum rós til að bjóða þau velkomin í skólann.  

Skólasetning Snælandsskóla 24. ágúst 2015 - 10.8.2015

Skólasetning verður í hátíðarsal skólans 24. ágúst. Kl. 9:00 - 2.-4. bekkur. Kl. 10:00 - 5.-7. bekkur. Kl. 11:00 - 8.-10. bekkur. Sjá nánar hér fyrir neðan.

Skóladagatal 2015-2016 - 16.6.2015

Hér

má finna uppfært (nákvæmara) skóladagatal næsta skólaárs 2015-2016. Það má einnig finna dagatalið undir flipanum Skóladagatal hér á síðunni.

Hvað á að vera í töskunni? - 16.6.2015

Hér

má finna lista yfir það sem á að vera í tösku nemenda þegar þeir mæta í skólann í haust. Við minnum á að nýta allt sem hægt er frá fyrri árum. Að sjálfsögðu er ekki nauðsynlegt að endurnýja allt sem á listunum er ef það er til.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.Þetta vefsvæði byggir á Eplica