Skolaslit

Skolaslit

Forsíðumynd

Forsíðuborði 3

Forsíðuborði 3


Forsíðuborði 2

Forsíðuborði 1


Fréttir og tilkynningar

Heilsudagur 19. mars - 16.3.2018

Yngsta stig:
Dagskrá og leikir fram að hádegi. Leynigestur kemur í heimsókn.
Kennsla samkvæmt stundaskrá eftir hádegi.

Miðstig:
Dagskrá og leikir fram að hádegi.
Eyjólfur Jónsson sálfræðingur heldur fyrirlestur um netnotkun og netfíkn.

Unglingastig:
Mæting og manntal í Igló 09:30.
Skólinn býður upp á morgunmat.
Eyjólfur Jónsson sálfræðingur heldur fyrirlestur um netnotkun og netfíkn.
Göngutúr í formi ratleiks.

Foreldrar:
Eyjólfur Jónsson sálfræðingur heldur fyrirlestur um netnotkun og netfíkn kl. 20:00 í sal skólans.


Snælandsskóli hlýtur viðurkenningu vegna jafnréttisdags - 7.3.2018

Jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogsbæjar veitir árlega viðurkenningu til aðila sem ráðið telur hafa staðið sig vel á sviði jafnréttis og mannréttinda. Viðurkenningin er nú afhent í sextánda sinn. Þrír aðilar hljóta viðurkenningu ráðsins vegna framlags síns síðast liðið ár. Það eru Suomia I. Georgsdóttir, leikskólinn Marbakki og Snælandsskóli.

Snælandsskóli hlýtur viðurkenningu vegna jafnréttisdags sem jafnréttishópur skólans skipuleggur ár hvert. Í jafnréttishópi skólans sitja fulltrúar kennara, foreldra og nemenda en hópurinn hefur veg og vanda að því að skipuleggja dagskrána og taka saman niðurstöðu umræðuhópa nemenda. Það vakti sérstaklega eftirtekt ráðsins hversu fjölbreytt dagskrá jafnréttisdagana hefur verið og hversu vel sniðin hún er að ólíkum aldurshópi nemenda.

Afhending viðurkenningarinnar til Snælandsskóla fór fram í dag 6. mars í gamla íþróttahúsinu. Þórný Kristín Sigurðardóttir spilaði á horn á undan athöfninni og Magnea skólastjóri bauð alla velkomna.
Ragnheiður Bóasdóttir formaður jafnréttis-og mennréttindaráðs Kópavogs hélt ræðu og Ármann Kr. Ólafsson afhenti viðurkenninguna og ræddi síðan við nemendur.

Í jafnréttisráði Snælandsskóla sitja fyrir hönd kennara Berglind Bragadóttir, Broddi Kristjánsson og Elsa Dýrfjörð. Ásgeir Sigurðsson situr í ráðinu fyrir hönd foreldra, Kári Tómas Hauksson fyrir hönd nemenda og Anna M. Sigurðardóttir fyrir hönd stjórnenda.


Lestrarkeppnin á miðstiginu - 2.3.2018

Úrslitin í lestrarkeppnina á miðstiginu „Lesum meira“ lauk í dag.
Allt miðstigið var mætt í salinn og einnig voru nemendur í 4. bekk sérlegir gestir, en þeir munu taka þátt í keppninni næsta vetur. Spenna, gleði og hrifning svifu yfir salnum og hefði mátt heyra saumnál detta þegar liðin voru að svara.

7. bekkir voru að keppa til úrslita, fjólubláa liðið úr 7.M og rauða liðið úr 7.S.
Í liði 7.M voru þau Irena, Logi Snær og Stefanía og í liði 7.S voru þau Björn Kári, Sandra Rós og Sólveig.
Liðin voru afar jöfn af stigum, en það fór svo að lokum að lið 7.S sigraði.

Sigurliðið fékk 6 mánaðar áskrift af Lifandi vísindum og bókina hans Ævars vísindamanns, Mitt eigið ævintýri og farandbikar. Bæði lið fengu viðurkenningarskjal.
Þeir nemendur sem lásu mest í fyrir keppnina voru nemendur 5.I og fékk bekkurinn viðurkenningarskjal og farandbikar.

Stigaverðir voru þau Bjartur og Halldóra í 10. bekk, Guðmunda var dómari og Basli spyrill.
Það liggur mikil vinna að baki svona keppni og á hún Guðmunda okkar á bókasafninu allan heiðurinn.

Gleðilegt vetrarfrí - 16.2.2018

Gleðilegt vetrarfrí kæru nemendur og foreldrar. Sjáumst á miðvikudaginn 21. febrúar. Nína í 2.RH gerði þessa fínu vetrarmynd fyrir okkur.

Lestrarátakið " Lesum saman korter á dag" - 16.2.2018

Myndir frá lokahátíð lestrarátaksins „Lesum saman korter á dag“.

Nemendur á yngsta stigi komu fram með ýmis atriði. Vinningshafar í getraun á bókasafni voru Frosti 2.E og Emilija 4.E


Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.Þetta vefsvæði byggir á Eplica