Forsíðumynd

Forsíðuborði 3


Forsíðuborði 2

Forsíðuborði 1


Fréttir og tilkynningar

Páskakveðja frá Snælandsskóla - 27.3.2015

Starfsfólk Snælandsskóla óskar nemendum, foreldrum og velunnurum skólans gleðilegra páska. Skólastarf hefst að nýju þriðjudaginn 7. apríl skv. stundaskrá.

Skólahreysti - 26.3.2015

Þann 5. mars keppti lið Snælandsskóla í skólahreysti. Upphífingar var fyrsta greinin og keppti Dagur Kári Davíðsson. Hann gerði 27 upphífingar og lenti í 5. sæti. Önnur greinin var armbeygjur þar keppti Inga Sigurðardóttir fyrir hönd skólans. Hún gerði 36 armbeygjur og lenti í 4.sæti. Þriðja greinin var dýfur og keppti Ólíver Goði Dýrfjörð í þeim. Hann gerði 18 dýfur og lenti í 9.sæti. Hreystigreip var fjórða greinin og á maður að hanga á slá í þessari grein. Inga Sigurðardóttir keppti í því og náði að hanga í 2:27 mínútur og lenti í 4. sæti. Síðasta greinin var hraðaþrautin og í hanni kepptu Vignir Ingi Birgisson og Gabríela Sól W. Jónsdóttir fyrir hönd Snælandsskóla. Þau náðu að klára brautina á 2:55 mínútum og lentu í 6.sæti. Að lokum varð Snælandsskóli í 6. sæti en sigurvegarar okkar riðils voru krakkarnir í Lindaskóla.          

Fréttamenn: Helgi og Kristján

Spurningakeppnin Lesum meira  - 26.3.2015

Spurningakeppnin Lesum meira hófst 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu, með því að allir bekkir í 5. – 7. bekk fengu afhenta bókakassa með bókum sem lesa átti fyrir keppnina sem fór fram í núna mars. Hver bekkur skipaði svo í lið til að keppa fyrir hönd bekkjarins. Fyrst kepptu bekkirnir innan hvers árgangs, síðan í undanúrslitum þrjú sigurlið og stigahæsta tapliðið.
Úrslitin fóru fram í sal skólans miðvikudaginn  25. mars og kepptu 5.IS og 7.SW til úrslita. Eftir harða keppni náði 5.IS að sigra og fékk bikar keppninnar til varðveislu fram að næstu keppni. Ýmsar viðurkenningar voru veittar fyrir lestur: 6.ÞR fyrir mestan samanlagðan lestur í keppninni og 5 nemendur fyrir að hafa lesið allar bækurnar á bókalistanum. Auk viðurkenningaskjala og blóma fengu nemendur í sigurliðunum bókaverðlaun frá Forlaginu, tímaritið Lifandi vísindi gaf áskriftir og sigurliðið fékk auk þess páskaegg.

Myndin sýnir sigurliðið 5.IS í spurningakeppninni Lesum meira 2015: 
Frá vinstri: Tumi Steinn, Katla, Þórný Kristín, Bára Björg og Bjarney Ósk

Sólmyrkvi 20. mars 2015 - 25.3.2015

Að morgni dags föstudaginn 20. mars fengu krakkarnir í Snælandsskóla sólmyrkvagleraugu til að fylgjast með sólmyrkvanum sem átti sér stað þann morgunn klukkan hálf níu. Nemendur fóru út á gervigras og fylgdust með þegar tunglið huldi sólina. Þetta er sjaldgæft og hefur ekki gerst á Íslandi síðan 1954 og þar áður hafði það ekki gerst í hundrað ár. Næst mun þetta hins vegar gerast árið 2026, en þá hafa þessir krakkar allir lokið skólagöngu sinni. Krakkarnir stóðu úti á velli í rúman klukkutíma og myrkvinn náði hámarki klukkan 9:37. Þökk sé gleraugunum þá varð enginn blindur. 

Alls staðar í heiminum er mikil hjátrú um sólmyrkva. Sumir trúa því að þeir geta verið hættulegir fyrir óléttar mæður og ófæddu börnin þeirra. Sumstaðar í Indlandi er fastað meðan sólmyrkvinn er í gangi, því að þeir trúa því að allur matur sem að er eldaður á meðan það gerist er eitraður. Á Ítalíu trúa sumir því að blóm sem eru gróðursett þá verði litríkari en önnur blóm. Vísindamenn hafa hins vegar afsannað flestar goðsagnir um sólmyrkva. En hvað getum við sagt, við trúum á álfa. Þetta var merkilegur atburður sem var gaman að fá að sjá. Krakkarnir skemmtu sér vel og þeim fannst þetta merkilegt. Að lokum þá tókum við nokkrar myndir og hægt er að skoða þér hér.
Fréttamenn: Sindri Snær og Breki Hrafn

Íslandsmót stúlkna í skák 2015 - 24.3.2015

Í Snælandsskóla er boðið uppá skákkennslu í yngstu bekkjum skólans. Kennari er Lenka Ptacnikova skákmeistari og kennir hún hverjum bekk tvo tíma á viku, fimm vikur í senn. Markviss kennsla í skák virðist vera að skila sér vel og það þykir sérstakt hve öflugar stelpurnar okkar eru í skák. Fyrir stuttu fengu 4 stelpur í 3. bekk afhentar medalíur frá formanni Skáksambandi Íslands, fyrir 2. sætið á Íslandsmóti stúlkna 2015, grunnskólasveit 1.-3. bekkur. Þær heita Emma 3.RH, Eva Þóra 3.DV, Karitas 3.DV og Kolbrún 3.DV.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Páskafrí 28.3.2015 - 7.4.2015

Skóli hefst skv. stundaskrá eftir páskafrí þriðjudaginn 7. apríl. 

 

Skóli í dag  7.4.2015

Skóli hefst skv. stundaskrá eftir páskafrí þriðjudaginn 7. apríl.

 

Sumardagurinn fyrsti - loksins 23.4.2015

Frí hjá nemendum til að fara í skrúðgöngu í góðu veðri vonandi.

 

1. maí - frídagur verkamanna 1.5.2015

 

Vorferðir í 1.-9. bekk 13.5.2015

 

Fleiri atburðir