Forsíðumynd

Forsíðuborði 3

Forsíðuborði 2

Forsíðuborði 1


Fréttir og tilkynningar

Góður gestur heimsækir unglinga Snælandsskóla - 1.10.2014

Þriðjudaginn 7. október nk. heimsækir Björn Thoroddsen gítarsnillingur unglingana okkar hér í Snælandsskóla. Björn mun leika af fingurm fram af sinni alkunnu snilld. Heimsóknin er í tengslum við fyrirhugaða „Jazz og blús hátíð Kópavogs“ sem haldin verður hátíðleg hér í bæ dagana 6.-11. otóber nk.  

Norræna skólahlaupið - 22.9.2014

Hið árlega Norræna skólahlaup var 18. september síðastliðinn og tóku allir nemendur í skólanum þátt. Nemendur hlupu eða gengu mismunandi hringi í dalnum eftir aldri. Markmið hlaupsins er að hvetja nemendur til að æfa hlaup og auka útiveru og hreyfingu barna, auk þess að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Skólar á Norðurlöndnum laka þátt í Norræna skólahlaupinu og var þetta í 29. skiptið sem íslenskir skólar taka þátt. Meðfylgjandi eru myndir frá deginum.


Fréttamenn: Kristján og Hildur 9. G/H

Dagur íslenskrar náttúru hjá 1.-4. bekk - 22.9.2014

Í tilefni af degi íslenskrar náttúru,16. september fóru 1-4 bekkur í Asparlund. Þar var farið í leiki og skemmtu krakkarnir sér vel. Krökkunum var skipt upp í stöðvar eins og kubb, frisbígolf, húlakeppni og risa boltaleiki. Þegar krakkarnir höfðu farið einu sinni á hverja stöð voru grillaðar pylsur og nemendur og starfsmenn fengu pylsur og safa. Næst á dagskrá var brekkusöngur í stjórn hjá Hannesar Veðurguðs og Valda Johnsen. Veður var gott og því skemmtu sér allir vel.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá deginum.

Fréttamaður: Kristján 9. H/G

Gengið á Esjuna - 22.9.2014

Esjuganga

Í tilefni af degi íslenskrar náttúru 16. september sem haldinn er á afmæli Ómars Ragnarssonar fóru krakkarnir í unglingadeild í fjallgöngu upp Esjuna.

Rúta fór með nemendur að fjallinu kl. 8.30. Veðrið var mjög milt og gott þegar við lögðum af stað upp fjallið. 70% af nemendum komust upp að steini. Ferðin gekk vel og voru allir kátir og glaðir með gönguna. Nemendur voru svo mættir kl. 12.30 í hádegismat. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr ferðinni.

Fréttamenn Bergdís og Vigdís 10. B.S.

Göngum í skólann - 10.9.2014

Fréttasafn


Atburðir framundan

Frammistöðumat á Mentor opnar 2.10.2014 - 9.10.2014

Foreldrar beðnir um að fylla út frammistöðumat með börnum sínum fyrir 9. október.

 

Frammistöðumat á Mentor lokar 9.10.2014

Síðasta tækifæri í dag að fylla út Frammistöðumatið á Mentor.

 

Starfsdagur kennara 10.10.2014

Frí hjá nemendum.

 

Foreldraviðtalsdagur 16.10.2014

 

Vetrarfrí 17. og 20. október 17.10.2014 - 21.10.2014

 

Fleiri atburðir