Skolaslit

Skolaslit

Forsíðumynd

Forsíðuborði 3


Forsíðuborði 2

Forsíðuborði 1


Fréttir og tilkynningar

Gleðilega páska - 7.4.2017

Sagan öll á unglingastiginu - 6.4.2017

Síðustu vikur hafa unglingarnir okkar verið að undirbúa sig fyrir keppnina Sagan öll. Nafnið á keppninni segir allt sem segja þarf um keppnina. Keppni milli bekkja og liða lauk í gær og í morgun stóðu tvö lið eftir, bæði úr 10.Á.
Myndir frá lokakeppninni.
Lestrarkeppni lokið á miðstiginu - 6.4.2017

Á myndunum má sjá liðin sem kepptu til úrslita og síðan myndir af sigurliðinu. Að þessu sinni hafði 7.I nauman sigur í viðeign við 6.S.

Lítill, Trítill og fuglarnir - 5.4.2017

Nemendur í 3. bekkjum S og H hafa nú sýnt söngleikinn Lítil, Trítil og fuglana undanfarna daga með góðum árangri.  Sagan er eftir þjóðsögunni um Karlsson, Lítil, Trítil og fuglana en myndir úr ævintýrinu prýða einmitt veggi skólans.   Söngleikurinn var saminn af Elínu Halldórsdóttur tónmenntakennara haustið 2015 og fengu nemendur sem þá voru í 4. bekk að vinna eitthvað af textunum í tónmennt.  Fyrsta rapp um skessuna og textinn við söng skessunnar eru frá nemendum og textar við hirð konungs í endinum og upphafi voru unnir í hópvinnu í tónmenntartímum.  Tónlistin við 2-3 lög var sköpuð í tónsköpunarflæði undir stjórn Elínar í tónmenntatímum haustið 2015.  Elín setti svo verkið saman í eina heild og samdi því mestan hluta af texta og tónlist.  Það má því segja að verkið standi okkur nærri í Snælandsskóla og nemendurnir sem nú eru í 5. bekk eiga örlítinn bút í verkinu.   3. S og 3. H bjuggu síðan til mestan hluta leikmyndarinnar og sáu um búninga.  Verkið var æft á mettíma eða byrjað eftir vetrarfrí seinni part febrúar.  Teknir voru tímar í leiklist með Sigríði, upplýsingarmennt með Guðmundu og í tónmennt með Elínu. Guðmunda vann kynningarmyndband sem rúllar í upphafi verks.  Síðustu daga voru stífar  æfingar á hverjum degi með Elínu og bekkjarkennurunum Hugrúnu og Sigríði, sem héldu vel utan um hópana sína.  Tæknimenn sýningarinnar voru þeir Stefán og Hilmir úr 8. bekkjunum.   Páskabingó - 3.4.2017
Fréttasafn


Atburðir framundan

Menningarhátíð yngsta stigs 28.4.2017

 

Söngleikir í 6. bekk 2.5.2017 - 5.5.2017

 

Tónleikar hjá miðstigskórnum Barnakór Snælandsskóla 3.5.2017 16:00

 

Skipulagsdagur 5.5.2017

 

Tónleikar hjá Litla Kór (Dægradvalarkórinn) 8.5.2017 15:00

 

Fleiri atburðirÞetta vefsvæði byggir á Eplica