Skolaslit

Skolaslit

Forsíðumynd

Forsíðuborði 3


Forsíðuborði 2

Forsíðuborði 1


Fréttir og tilkynningar

Jafnréttisdagur í skólanum - 22.3.2017

Í dag var jafnréttisdagur hjá okkur í skólanum. Dagurinn tókst afar vel að mati flestra nemenda og allra starfsmanna. 

Á yngsta sig komu þrír flugmenn og einn smiður í heimsókn. Nemendur unnu síðan verkefni saman í hópum. 

Miðstigið okkar fékk fyrirlestur um SOS barnaþorp og unnu síðan verkefni á kaffihúsafundi. Fyrirlesari var Sunna frá SOS barnaþorpum.

Unglingarnir okkar fengu fyrirlestur um líkamsvirðinu og unnu síðan verkefni á kaffihúsafundi. Fyrirlesari var Sólrún Ósk sálfræðingur.
Laugar í Sælingsdal - 22.3.2017

Góðar fréttir frá Laugum Í Sælingsdal þar sem 9. bekkingar eru ásamt Brynju umsjónarkennara og nokkrum foreldrum og dvelja út vikuna. Krakkarnir eru til fyrirmyndar. Heilsufarið er gott fyrir utan nokkra sem hafa rokið upp í hita, þá kemur sér vel að hafa fagmann með í hópnum sem má og veit hvað þarf að gera eða ekki gera. í dag eru krakkarnir í heimsókn á bóndabæ. Í gær voru sköpunarleikar og eru myndirnar frá þeim leikum.


Quizlet Live smáforritið - 17.3.2017

Hér er 10.G í Quizlet Live appinu (smáforritið). Þar eru þau að æfa sig í dönskum orðaforða. Nemendur skrá sig inn á Quizlet Live, þar verður þeim svo skipt niður í hópa og eiga að vinna saman í því að leysa orðaforðaverkefni. Þetta er keppni um að ná sem fyrstur í mark og finnst þeim þetta rosalega skemmtilegt.


Fyrsta umferð spurningakeppni miðstigs hófst í morgun - 15.3.2017

Fyrsta umferð spurningakeppni miðstigs, Lesum meira, hófst í morgun þar sem keppt var innan hvers árgangs. Mikil stemmning og drengileg keppni!
Stóra upplestrarkeppnin - 10.3.2017

Nemendur í 7. bekk hafa undanfarið verið að undirbúa sig fyrir Stóru upplestrarkeppnina. 
Í morgun fór fram lokakeppnin hjá okkur. Camilla, Tómas og Þórný voru valin sem okkar fulltrúar til að taka þátt í keppninni, sem fram fer 23. mars n.k. í Salnum. 
Guðbjörg Emilsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðmunda okkar Hrönn voru dómarar.

Hér má sjá myndir frá því morgun.
Fréttasafn


Atburðir framundan

Undanúrslit Lesum saman Kl. 11:00 – keppa 5.A og 7.I 24.3.2017

 

Undanúrslit Lesum saman Kl. 9:50 – keppa 6.S og 7.S 24.3.2017

 

3. bekkur S. Söngleikurinn : Lítill, Trítill og fuglarnir. 30.3.2017

 

3. bekkur H. Söngleikurinn : Lítill, Trítill og fuglarnir. 4.4.2017

 

Árshátíð unglingadeilda 6.4.2017

 

Fleiri atburðirÞetta vefsvæði byggir á Eplica