Skolaslit

Skolaslit

Forsíðumynd

Forsíðuborði 3

Forsíðuborði 3


Fra-rom-til-thingvalla4_1537732154528

Forsíðuborði 1

Skemmtilegt3

Forsíðuborði 2


Fréttir og tilkynningar

Vegna veðurspár - 10.12.2019

Hér fyrir neðan eru fyrirmæli frá Kópavogsbæ á íslensku, ensku og pólsku.

Vegna veðurspár verða nemendur í 3. - 10. bekk sendir heim kl. 12:40.
Nemendur í 1. og 2. bekk og þeir sem eiga að vera í Frístund í 3. og 4. bekk fara þangað kl. 12:40.
Foreldrar eru beðnir um að sækja þá þangað sem allra fyrst og stefnt er að því að allir séu farnir úr skólanum fyrir kl. 15:00.


Frá Kópavogsbæ:
Á fundi neyðarstjórnar Kópavogs í morgun var ákveðið að hvetja foreldra til að sækja börnin sín um hádegi í leikskóla, grunnskóla og frístund. Mælst er til þess að foreldrar verði búnir að sækja börnin sín fyrir kl. 14:00. Börn sem þurfa að ganga heim fari heim í hádeginu, áætlað er að engin börn séu á gangi eftir kl. 13:00.
Leikskólar, grunnskólar, og frístundir loka kl. 15:00 í dag.
...........

At a meeting of the Kópavogur Emergency Board this morning, it was decided to engourage parents to pick up their children at noon in preschools, primary schools and leisure centres and no later than 2:00 pm. Children who have to walk home on their own leave school at noon so that no children will be walking outside after 1:00 pm.
Preschools, primary schools and leisure centres will close at 3 o'clock.
...........

Na spotkaniu sztabu kryzysowego Miasta Kópavogur zdecydowano zalecic rodzicom, zeby w poludnie odebrali dzieci z przedszkoli, szkól i swietlic szkolnych.
Zaleca sie odebranie dzieci najpózniej do godziny 14:00. Dzieci, które musza wrócic pieszo, powinny pójsc do domu w poludnie.
Zaklada sie, ze zadne dziecko nie bedzie samo na dworze po godz. 13:00.
Szkoly podstawowe, przedszkola i swietlice szkolne zostana dzisiaj zamkniete o godz. 15:00.

Forritun í klukkutíma - 9.12.2019

Skipulagður dagur var í öllum skólanum í dag þar sem nemendur á miðstigi og unglingastigi forrituðu með vinabekkjum í klukkutíma. Skólinn skráir sig til þátttöku ár hvert í verkefnið „Hour of code“ sem nemendur um allan heim taka þátt í fyrstu vikuna í desember. Með þessu er verið að ýta undir áhuga á forritun, styrkja rökhugsun og gera nemendur lausnasinnaða í samvinnu við aðra nemendur.


Hour-of-code_1575902685951

Hour-of-code-2Hour-of-code.9jpgHour-of-code.8jpg

Lína langsokkur - 6.12.2019

Sýningar á Línu langsokk í fullum gangi hjá 4.I og 4.R

Lina-langsokkur2Lina-langsokkur

Dagur íslenskrar tungu - 22.11.2019

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur á fleiri stigum en miðstigi. Yngsta stig hittist líka og fræddist um skáldið, fræðimanninn og orðasmiðinn Jónas Hallgrímsson. Sungnar voru stökur og svo fengu krakkarnir gogg til að brjóta saman þar sem í leynast stökur sem fara á með. Mjög áhugasöm og dugleg börn. Einnig ræddum við um Vísnasamkeppni Menntamálastofnunar https://mms.is/frettir/visubotn-2019

og sungum Íslenskulagið.

Dagur-islenskrar-tungu

Rithöfundur heimsækir Snælandsskóla - 13.11.2019

Þjálfarinn, handboltakappinn, fyrirlesarinn, námskeiðshaldarinn og rithöfundurinn Bjarni Fritzson kom í heimsókn í Snælandsskóla í morgun. Þar ræddi hann við nemendur í 4.-7. bekk, sagði frá námskeiðum sínum „Öflugir strákar“ og „Út fyrir kassann“ og svo las upp úr nýrri bók sinni um Orra Óstöðvandi – Hefnd glæponanna. Nemendur virtust kunna að meta söguna og skemmtu sér konunglega og ekki ólíklegt að nýja bókin um Orra verði á óskalistum einhverra fyrir jólin.

Heimsóknin var hluti af dagksrá sem haldin var í skólanum í tengslum við dag íslenskrar tungu, sem kmeur upp á laugardegi þetta árið, en í framhaldi af upplestri Bjarna var stutt fræðsla um Jónas Hallgrímsson og svo sungu nemendur saman lagið "Á islensku má alltaf finna svar".

Orri
Fréttasafn


Atburðir framundan

Kaffihús á bókasafni fyrir 1. -4. bekk 12.12.2019 - 13.12.2019

 

Fótboltamót unglingadeildar 13.12.2019

 

Spiladagur unglingadeildar 17.12.2019

 

Jólamatur og jólasveinahúfudagur 18.12.2019

 

Jólaball unglingadeildar 19.12.2019

 

Fleiri atburðirÞetta vefsvæði byggir á Eplica