Skolaslit

Skolaslit

Forsíðumynd

Forsíðuborði 3

Forsíðuborði 3


Fra-rom-til-thingvalla4_1537732154528

Forsíðuborði 1

Skemmtilegt3

Forsíðuborði 2


Fréttir og tilkynningar

Göngum í skólann - 4.9.2018

Á morgun fer af stað verkefnið Göngum í skólann (www.iwalktoschool.org) í tólfta sinn hér á landi. Verkefnið verður sett miðvikudaginn 5. september og lýkur því formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 10. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Hægt er að fá frekari upplýsingar um verkefnið hér.

Skólasetning fyrir 1. bekk - 24.8.2018

Í morgun fór fram skólasetning fyrir 1. bekk.

Nemendur í 10. bekk færðu hverju og einu barni rós og buðu þau velkomin í Snælandsskóla

Dagskrá Barnakórs Snælandsskóla veturinn 2018-2019 - 23.8.2018

Kóræfingar yngri kórs eru á mánudögum kl. 14:20-15:00

Kóræfingar eldri kórs eru á þriðjudögum kl. 15:00-15:40 og á miðvikudögum kl. 16:10-16:50 

Þematónleikar yngri kórs 15. október kl. 15:00 

Þematónleikar eldri kórs (kaffihúsatónleikar) þriðjudaginn 10. október kl. 16:00 

Jólatónleikar mánudaginn 10. desember kl. 17:00 báðir kórar (Sal skólans eða Hjallakirkju)  

Vortónleikar 3. apríl kl. 16:30 á sal skólans báðir kórar 

Vorfagnaður yngra kórs mánudagur 20. maí kl. 14:20 (bíó og pizzupartý) 

Vorfagnaður eldra kórs miðvikudaginn 15. maí kl. 16:30 (bíó og pizzupartý)

Kv. Elín

Skólasetning - 17.8.2018

Fimmtudagur 23. ágúst er skólasetning í Snælandsskóla samkvæmt dagskrá

Kl. 09:00
2.- 4. bekkur. Að skólasetningu lokinni mæta nemendur í heimastofur.
Kl. 10:00
5.-7. bekkur. Að skólasetningu lokinni mæta nemendur í heimastofur.
Kl. 11:00
8.-10. bekkur. Að skólasetningu lokinni mæta nemendur í heimastofur.

Nemendur 1. bekkjar og foreldrar/forráðamenn þeirra verða sérstaklega boðaðir í viðtöl 21. ágúst. Frístundin er lokuð á skólasetningardegi.

Föstudagur 24. ágúst
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá
Þann 24. ágúst kl. 08:10 verður skólasetning fyrir 1. bekkinga í sal skólans. Foreldrar/forráðamenn velkomnir.

Hlökkum til að eiga samstarf við ykkur í vetur.

Frá Róm til Þingvalla - 2.6.2018

Föstudaginn 1. júní settu fimmtu bekkir Snælandsskóla upp sögusýninguna „Frá Róm til Þingvalla“. Þessi sýning byggir á sögunámsefni vetrarins sem segir frá tíma Rómverja og landnámi Íslands. Þar stigu á svið ýmsar frægar persónur úr mannkynssögunni og sögðu frá sjálfum sér og öðru markverðu frá þessum tíma. Foreldrum var að sjálfsögðu boðið að koma og njóta afrakstursins. Krakkarnir slógu í gegn með stjörnuleik og skýrum framburði.


Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.Þetta vefsvæði byggir á Eplica