Skolaslit

Skolaslit

Forsíðumynd

Forsíðuborði 3

Forsíðuborði 3


Fra-rom-til-thingvalla4_1537732154528

Forsíðuborði 1

Skemmtilegt3

Forsíðuborði 2


Fréttir og tilkynningar

Fjölgun meðal nemenda í unglingadeild - 11.10.2019

Óhætt er að segja að það hafi orðið fjölgun í nemendahópnum í morgun þegar nemendur í Félagsfærnivali fengu afhent „smábörn“ til að hugsa um yfir helgina. Er þetta liður verkefninu Forskot á framtíðina með ungbarnahermi. Verkefnið felur í sér að nemendur fá afhenta ungbarnaherma sem eru forritaðar dúkkur þar sem nemendur eiga að kynnast því hvernig það er að annast ungabarn. Dúkkurnar gráta, þurfa að matast og skila því sem þær innbyrða frá sér aftur og þá þurfa nemendur að bregðast við því. Á meðfylgjandi myndum má sjá nokkra nemendur annast „nýburana sína“ og ljóst að einhverjir gætu þurft að leita eftir pössun um helgina.

Ungbhermir2

Ungbhermir4

Ungbhermir3Ungbhermir1 

Námsaðstoð - 2.10.2019

Upplýsingar frá Bóksafni Kópavogs um námsaðstoð.
Pomoc w nauce dla uczniów szkól podstawowych.
Do you need help with your homework?

Gafnaljos_isl_pol_ens

Ráðherra kynnir sér spjaldtöluvnotkun í Snælandsskóla - 24.9.2019

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra kom í heimsókn í Snælandsskóla á mánudag til að kynna sér spjaldtölvur í námi og kennslu og Snillismiðju skólans, sem leggur áherslu á sköpun og tækni. Nemendur á miðstigi og unglingastigi tóku á móti ráðherranum ásamt starfsfólki skólans. Nemendur sýndu hvernig samþætting með notkun tækninnar er viðhöfð í skólastarfi og hvernig hún gerir námið skemmtilegra og fjölbreytilegra. Einnig hvernig unnið er með sköpun og tækni í skólastarfi. Nemendur sáu alfarið um að kynna hvað þau eru að fást við og þau gerðu þetta frábærlega vel. Óhætt er að segja að Lilja hafi verið ánægð því eins og hún sagði sjálf fékk hún gæsahúð nokkrum sinnum. Ráðherrann fékk að prófa ýmislegt eins og að búa til tannburstavélmenni. Hægt er að sjá fleiri myndir á fésbókinni síðu Snælandsskóla.

71304964_2415942328482045_4566321521580048384_n70926859_497432610805434_2552106284958613504_n70635046_646394009186440_2532467834760462336_n71007372_402253463816938_1481879947524964352_n71350678_514993782394977_5790426856373092352_n69304362_2496690163700546_3294654135562928128_n

Göngum í skólann - 12.9.2019

Átakið Göngum í skólann stendur nú yfir í Snælandsskóla. Í ár felur það í sér að kennarar munu ræða við nemendur og hvetja þá til að ganga í skólann enda fellur það vel að stefnu skólans sem er bæði Heilsueflandi grunnskóli og Grænfánaskóli þar sem ganga í skólann er í senn heilsueflandi og umhverfisvæn.


Á heimasíðu átaksins, sem er samstarfsverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Samgöngustofu, Ríkislögreglustjóra, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Slysavarnafélagsins Landsbjörg, Embættis landlæknis og landssamtakanna Heimili og skóli, segir að markmið verkefnisins sé m.a. að:

  • Hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar.
  • Stuðla að heilbrigðum lífsstíll fyrir alla fjölskylduna, en hreyfing vinnur gegn hjartasjúkdómum, offitu og sykursýki II og stuðlar að streitulosun, betri sjálfsmynd, o.fl.
  • Minnka umferð við skóla og draga þar með úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum ásamt betra og hreinna lofti og öruggari og friðsælli götum og hverfi.
  • Stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál. Beina sjónum að því hversu ,,gönguvænt“ umhverfið er og hvar úrbóta er þörf. Auka samfélagsvitund.


Við hvetjum foreldra til að taka þátt í verkefninu með því að taka umræðuna einnig heima fyrir og að sjálfsögðu neita að „skutla í skólann“ þar sem því verður komið við. :)

Gongum_i_skolann


Snælandsskóli er hnetulaus skóli - 28.8.2019

Við minnum á að Snælandsskóli er hnetulaus skóli. Nokkrir nemendur skólans eru með bráðaofnæmi fyrir hnetum. Foreldrar eru beðnir um að passa vel að það sem börn þeirra komi með í nesti sé hnetulaust. Það á einnig við um ýmis konar orkustykki.Hnetulaus-skoli

Fréttasafn


Atburðir framundan

Vetrarleyfi 21.10.2019 - 22.10.2019

 

Menntabúðir fyrir foreldra 31.10.2019

 

Fleiri atburðirÞetta vefsvæði byggir á Eplica