Skolaslit

Skolaslit

Forsíðumynd

Forsíðuborði 3

Forsíðuborði 3


Fra-rom-til-thingvalla4_1537732154528

Forsíðuborði 1

Skemmtilegt3

Forsíðuborði 2


Fréttir og tilkynningar

Göngum í skólann - 12.9.2019

Átakið Göngum í skólann stendur nú yfir í Snælandsskóla. Í ár felur það í sér að kennarar munu ræða við nemendur og hvetja þá til að ganga í skólann enda fellur það vel að stefnu skólans sem er bæði Heilsueflandi grunnskóli og Grænfánaskóli þar sem ganga í skólann er í senn heilsueflandi og umhverfisvæn.


Á heimasíðu átaksins, sem er samstarfsverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Samgöngustofu, Ríkislögreglustjóra, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Slysavarnafélagsins Landsbjörg, Embættis landlæknis og landssamtakanna Heimili og skóli, segir að markmið verkefnisins sé m.a. að:

  • Hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar.
  • Stuðla að heilbrigðum lífsstíll fyrir alla fjölskylduna, en hreyfing vinnur gegn hjartasjúkdómum, offitu og sykursýki II og stuðlar að streitulosun, betri sjálfsmynd, o.fl.
  • Minnka umferð við skóla og draga þar með úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum ásamt betra og hreinna lofti og öruggari og friðsælli götum og hverfi.
  • Stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál. Beina sjónum að því hversu ,,gönguvænt“ umhverfið er og hvar úrbóta er þörf. Auka samfélagsvitund.


Við hvetjum foreldra til að taka þátt í verkefninu með því að taka umræðuna einnig heima fyrir og að sjálfsögðu neita að „skutla í skólann“ þar sem því verður komið við. :)

Gongum_i_skolann


Snælandsskóli er hnetulaus skóli - 28.8.2019

Við minnum á að Snælandsskóli er hnetulaus skóli. Nokkrir nemendur skólans eru með bráðaofnæmi fyrir hnetum. Foreldrar eru beðnir um að passa vel að það sem börn þeirra komi með í nesti sé hnetulaust. Það á einnig við um ýmis konar orkustykki.Hnetulaus-skoli

Útivistarreglurnar - 28.8.2019

Foreldrar athugið! Breyttur útivistartími frá 1. september

Utivistareglur

Skólabyrjun og skólasetning - 19.8.2019

Heil og sæl

Nemendur mæta í skólann eins og hér segir:

21.-22. ágúst  Viðtöl í 1. bekk

Nemendur 1. bekkjar og foreldrar/forráðamenn þeirra eru sérstaklega boðaðir í viðtöl 21. og 22. ágúst. Frístundin er lokuð á skólasetningardegi.

23. ágúst. Skólasetningardagur

9:00 2.-4. bekkur. Að skólasetningu lokinni mæta nemendur í heimastofur í stuttan tíma.
10:00   5.-7. bekkur. Að skólasetningu lokinni mæta nemendur í heimastofur í stuttan tíma.
11:00    8.-10. bekkur. Að skólasetningu lokinni mæta nemendur í heimastofur í stuttan tíma.

    

Kennsla hefst skv. stundatöflu mánudaginn 26. ágúst.

26. ágúst. Skólasetning hjá 1. bekk

Kl. 8:10 er skólasetning fyrir 1. bekkinga í sal skólans. Foreldrar/forráðamenn velkomnir.


Við hlökkum til að taka á móti nemendum og hefja nýtt skólaár.

Vorhatid1

Vorhátíð í boði foreldrafélags Snælandsskóla - 6.6.2019

Í morgun hafa nemendur okkar flögrað á milli leiktækja á skólalóðinni. Gleðin skein úr hverju andliti og sólin skein og skein.

Að venju var fótboltaleikur á milli 10. bekkinga og starfsmanna. Ekki náðist mynd af þeim viðburði enda afar hraður leikur. Leikurinn fór 2 mörk gegn 12.

Vorhatid_1559853337034Vorhatid3

Vorhatid1Vorhatid2


Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.Þetta vefsvæði byggir á Eplica