Áfallaáætlun

Áfallaáætlun

Áfallaráð

Í Snælandsskóla skal vera starfandi áfallaráð sem er skipað í upphafi hvers skólaárs. Skólaárið 2015 – 2016 skipa eftirfarandi aðilar áfallaráð:

 • Magnea Einarsdóttir  skólastjóri, hs 587 4696 / 698 0828
 • Anna Mjöll Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri hs.554 2613
 • Helgi Helgason, deildarstjóri, hs 554 6912 / 893 6912
 • Katrín Dagmar Jónsdóttir námsráðgjafi hs 6988691
 • Kristrún Hjaltadóttir kennari hs 5543228 /8642934
 • Ingigerður Torfadóttir, hjúkrunarfræðingur, hs 554 4196
 • Soffía Kristinsdóttir, ritari, hs. 554 5746 / 898 2763
  auk þess starfar prestur í Hjallakirkju með ráðinu.

Á hverju hausti skal yfirfara með starfsfólki skólans grunnatriði í áfallahjálp og gera grein fyrir stefnu skólans. Gögn og upplýsingar um sorg og áföll skulu liggja á bókasafni og vera öllum aðgengileg. Þar skal m.a. vera uppkast af bréfi til að senda heim með nemendum ef andlát bekkjarfélaga, andlát starfsmanns skólans eða aðrir slíkir sorgaratburðir hafa átt sér stað.  Einnig skal liggja fyrir listi yfir bækur sem börn geta lesið eða gott er að lesa fyrir börn í sorg. 

Áfallaáætlun Snælandsskóla tekur til mismunandi atburða:

 • Alvarleg slys eða dauðsfall nemanda, þ.m.t.sjálfsvíg
 • Alvarleg slys eða dauðsfall foreldra eða annarra náinna ættingja
 • Alvarleg slys eða dauðsfall starfsmanns
 • Langvarandi veikindi
 • Kynferðisleg misnotkun
 • Slys í vettvangsferðum, sundi o.þ.h.
 • Fangelsun náins ættingja
 • Mannshvarf
 • Einelti

Hér getur þú fundið áfallaáætlun Snælandsskóla í heild sinni.Þetta vefsvæði byggir á Eplica