Stefna og markmið

Stefna og markmið

Hér  má sjá starfsáætlun Krakkalands fyrir árið 2018-2019

Frístund er órjúfanlegur hluti af heildarstarfi Snælandsskóla og litið er á starfið í Krakkalandi sem mikilvægan hluta af uppeldisstarfi skólans.

Stefnumið

Stefna Krakkalands er: að tryggja börnum á aldrinum 6 - 9 ára áhugaverða, fjölbreytta, skemmtilega og örugga dvöl í skólanum að loknum hefðbundnum skóladegi.

Markmið

Markmið með starfinu í Krakkalandi eru fyrst og fremst:
- að nýta leik sem mikilvæga uppeldisaðferð
- að virkja skapandi hugsun sérhvers barns á þess eigin forsendum
- að kenna börnunum uppbyggileg samskipti við önnur börn og fullorðna
- að hlusta á raddir barnanna og byggja starfið á lýðræði
Þetta vefsvæði byggir á Eplica