Opnunartími

Opnunartími

Opnunar- og gjaldtökutími

Opnunar- og gjaldtökutími frístundaheimilisins Krakkalands er frá því að skóladegi barnanna lýkur til kl.17 alla virka daga. Frístund er opin alla daga sem grunnskólar starfa og einnig allan daginn á þremur af fimm starfsdögum kennara á skólatíma. Frístund hefur tvo starfsdaga á ári, einn á hvorri önn og er þá lokað. Ekki er opið í vetrarfríum skólanna. Starfsemi Frístundar hefst á daginn eftir skólasetningu og lýkur á skólaslitadegi.

Síminn í Krakkalandi er 441-4233.

Gjaldskráin er ákveðin af Skólanefnd Kópavogs
Samræmt gjald er fyrir vist á frístundaheimilum í Kópavogi.  

 Sjá gjaldskrá: 

http://www.kopavogur.is/thjonusta/gjaldskrar/

Umsókn um frístund (dægradvöl) fer eingöngu fram í íbúagátt (Opnast í nýjum vafraglugga) Kópavogsbæjar. Frestur til þess að sækja um áskrift, breyta áskrift, segja upp áskrift og sækja um afslátt er til 20. hvers mánaðar. Breytingar taka gildi frá og með næstu mánaðarmótum á eftir. Afsláttur er ekki veittur afturvirkt.

Upplýsingar má fá hjá ritara skólans eða forstöðukonu Krakkalands, Nönnu Kötu, í gegnum netfangið nannakata@kopavogur.is eða í síma 441-4232.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica