Nemendur

Nemendur

Ein af áherslum Snælandsskóla, bæði hvað snertir markmið Skóla á grænni grein og sem heilsueflandi grunnskóli, er að virkja sem mest nemendalýðræði. Það er gert á ýmsan hátt, bæði með setu nemenda í nemendaráðum, skólaráði, sjálfsmatshópi og á umræðufundum um áherslur skólans.

Skólastjórnendur munu í vetur hitta fulltrúa nemenda úr ákveðnum árgöngum reglulega til þess að ræða málefni sem nemendur koma með og hafa rætt á bekkjarfundi. Það geta verið málefni sem hvíla á nemendum, málefni líðandi stundar og /eða horft til framtíðar.  Með þessu móti er nemendum gert kleift að koma á framfæri beint við skólastjóra málefnum sem þeim liggur á hjarta.  Nemendur finna fyrir því að á þá er hlustað og talið eðlilegt að fá þeirra álit á hinum ýmsu málum. Þarna tengjast einnig heimilin því að sjálfsögðu segja börnin foreldrum frá fundum og ræða við foreldrana um það sem þau vilja leggja til málanna. Tilkynningar um fundartíma árganga munu birtar í vikutíðindum.

Nýnemaskráning

Hér má finna eyðublað vegna nýrra nemenda.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica