Stoðþjónusta

Stoðþjónusta

Sérfræðiþjónusta

Við grunnskóla Kópavogs starfa margir sérfræðingar ýmist á skólaskrifstofu eða við skólana sjálfa. Hlutverk þeirra er að vera nemendum, foreldrum og kennurum til aðstoðar og ráðgjafar ef þurfa þykir.

Starfsmenn sérfræðiþjónustunnar eiga m.a. að vinna að forvarnarstarfi með athugunum og greiningu á nemendum sem eiga í sálrænum eða félagslegum erfiðleikum. Ef þessir erfiðleikar hafa áhrif á nám nemenda eða líðan þeirra í skólanum, gera starfsmenn sérfæðiþjónustunnar tillögur um úrbætu. Nemendaverndarráð skólans ákveður, að fengnum tillögum kennara, hvort óska eigi eftir aðstoð sérfræðings frá skólaskrifstofunni. Beiðni um slíkt er háð samþykki forráðamanna barns. Með öll mál er farið sem trúnaðarmál.

Foreldrar geta einnig óskað eftir sérfræðiþjónustu með því að leita til umsjónakennara, skólastjóra eða skólaskrifstofu.

Nemendaverndarráð

Við Snælandsskóla er starfandi nemendaverndarráð sem fundar einu sinni í viku. Tilgangur þess er að fylgjast sérstaklega með þeim nemendum sem af einhverjum ástæðum líður illa eða eiga í erfiðleikum í skólanum.

Aðstoðarskólastjóri, námsráðgjafi, hjúkrunarfræðingur og fagstjóri í sérkennslu eiga sæti í nemendaverndarráði, en umsjónarkennari barns er einnig kallaður til ef þörf þykir svo og skólasálfræðingur.

Nemendaverndarráð fjallar um málefni allra nemenda og nemendahópa sem þurfa sérkennslu eða aðra aðstoð sérfræðinga innan skólans og utan.

Öll mál eru afgreidd þannig að ákveðnum aðila er falið að sjá um framvindu þeirra samkvæmt þeirri ákvörðun sem tekin er og gerir hann grein fyrir störfum sínum á næsta fundi á eftir.

Samráð er haft við foreldra um þau úrræði sem nemendaverndarráð leggur til. Foreldrar eru hvattir til að koma málum á framfæri við umsjónarkennara eða skólastjóra ef barn þeirra á í erfiðleikum í skólanum.

Öll mál sem fyrir nemendaverndarráð koma eru trúnaðarmál og er farið með þau sem slík.

Nemendaverndarráð 2012-2013:
Anna Mjöll Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri
Elsa Lind Guðmundsdóttir, námsráðgjafi
Ingigerður Torfadóttir, skólahjúkrunarfræðingur
Agnes Jóhannsdóttir, fagstjóri sérkennslu
Katrín Friðriksdóttir, sérkennariÞetta vefsvæði byggir á Eplica