Um skólann

Um skólann

Almennar upplýsingar

Skólastjóri: Magnea Einarsdóttir

Aðstoðarskólastjóri og deildarstjóri unglingastigs (8.-10. bekkur): Brynjar Marinó Ólafsson
Deildarstjóri yngsta- og miðstigs (1.-7. bekkur): Kristín Pétursdóttir

Snælandsskóli er grunnskóli í Kópavogi. Skólinn er einsetinn grunnskóli staðsettur í Fossvogsdal með 452 nemanda.

Skólastjóri er æðsti stjórnandi skólans og ábyrgðarmaður.

Aðstoðarskólastjóri sem er staðgengill skólastjóra og jafnframt deildarstjóri unglingastigs. Deildarstjórar eru deildarstjóri yngsta- og miðstigs og deildarstjóri sérúrræða sem er yfir Smiðju, sérkennslu og skipuleggur störf stuðningsfulltrúa.

Smiðja sem er sérúrræði fyrir Kópavog þar sem nemendur á unglingastigi með þroskaskerðingar og/eða fjölþættan vanda eiga skjól. Nám í Smiðju er einstaklingsmiðað og byggir á styrkleikum nemenda og verklegum greinum.

Frístund Snælandsskóla heitir Krakkaland. Hún er opin fyrir nemendur í 1. – 4. bekk eftir að skóla lýkur á daginn fram til klukkan 17:00. Allir nemendur í 1. og 2. bekk fá gæðastund í Frístund þar sem áhersla er lögð á fræðslu, samskipti og leik.

Námsráðgjafi starfar við skólann sem málsvari nemenda. Skólinn nýtur auk þess stuðningsúrræða sálfræðings, iðjuþjálfa og talkennara.

Ritari hefur umsjón með skrifstofu skólans og er hún opin frá kl. 7:30 – 15.30 alla virka daga nema föstudag þá lokar skrifstofan kl. 15:00.

Húsvörður skólans hefur umsjón með daglegum störfum skólaliða.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica