Um skólann

Um skólann

Almennar upplýsingar

Skólastjóri: Magnea Einarsdóttir

Aðstoðarskólastjóri og deildarstjóri yngra stigs (1.-5. bekkur): Anna Mjöll Sigurðardóttir
Deildarstjóri eldra stigs (6.-10. bekkur): Helgi Helgason

Fjöldi nemenda: 418
Fjöldi bekkja: 20
Fjöldi kennara: 47
Fjöldi annarra starfsmanna: 20

Opnunartími

Skrifstofa skólans opnar kl. 7:45 og er opin til kl. 15:45, sími: 570-4380.
Skólinn opnar kl. 07:45 á morgnana og geta nemendur beðið inni þar til kennsla hefst.  Kennslu á yngsta stigi lýkur kl. 13:20, á miðstigi yfirleitt kl. 14:05 en misjafnt er hvenær kennslu lýkur á unglingastigi.  Fyrir kemur að fella verður niður kennslu ef enginn kennari fæst. Yngstu nemendurnir eru ekki sendir heim áður en skólatíma þeirra lýkur.

Óskilamunir

Fatnaður og annað sem tilheyrir nemendum skal vera vel merkt.  Óskilamunir eru í vörslu gangavarða eða ritara. Vitja má óskilamuna á opnunartíma skólans.Þetta vefsvæði byggir á Eplica