Fréttir

Rithöfundur heimsækir Snælandsskóla - 13.11.2019

Þjálfarinn, handboltakappinn, fyrirlesarinn, námskeiðshaldarinn og rithöfundurinn Bjarni Fritzson kom í heimsókn í Snælandsskóla í morgun. Þar ræddi hann við nemendur í 4.-7. bekk, sagði frá námskeiðum sínum „Öflugir strákar“ og „Út fyrir kassann“ og svo las upp úr nýrri bók sinni um Orra Óstöðvandi – Hefnd glæponanna. Nemendur virtust kunna að meta söguna og skemmtu sér konunglega og ekki ólíklegt að nýja bókin um Orra verði á óskalistum einhverra fyrir jólin.

Heimsóknin var hluti af dagksrá sem haldin var í skólanum í tengslum við dag íslenskrar tungu, sem kmeur upp á laugardegi þetta árið, en í framhaldi af upplestri Bjarna var stutt fræðsla um Jónas Hallgrímsson og svo sungu nemendur saman lagið "Á islensku má alltaf finna svar".

Orri
Master-Chef keppni í unglingadeild - 11.11.2019

Svokölluð „Master-Chef“ keppni fór fram hjá nemendum í heimilisfræðivali í dag. Búið var að gefa upp hvaða prótein nemendur áttu að vinna með og var það lax í þetta skiptið. Annað áttu nemendur að tína til úr fæðuhringnum og reiða fram sem meðlæti. Réttirnir voru hver öðrum glæsilegri og svo girnilegir að einn rétturinn kláraðist áður en ljósmyndari skólans náði að festa hann á tölvukubb. Meðfylgjandi myndir tala sínu máli og ef margar áskoranir berast þá verður mögulega hægt að semja við kokkana um að birta uppskriftirnar.

Mat3Mat4
Mat1Mat2
Glæsileg vinaganga og hátíð á sal - 11.11.2019

Árleg vinaganga fór fram föstudaginn 8. nóvember. Þar gengu sama vinabekkir auk þess sem elstu nemendur leikskólanna í hverfinu tóku þátt. Gangan er táknrænn stuðningur með vináttu og á sama tíma gegn einelti.

Að lokinni göngu var komið saman í gamla íþróttasalnum þar sem sungnir voru söngvar um vináttur og frið en einnig voru nokkur tónlistaratriði í boði nemenda.

Anna Dagbjört, sem fyrr í mánuðinum sigraði í söngvakeppni miðstigs, söng lagið Mad World sem upphaflega var flutt af hljómsveitinni Tears for Fears. Þá spilaði Þórný Kristín Sigurðardóttir á franskt horn og loks spiluðu nemendur úr skólahljómsveit Kópavogs en það voru þau Ragna Sigríður Benonýsdóttir, Isabella Huld McLemore, Sesselja Fanney Kristjánsdóttir, Daníel Ingi Þorvaldsson, Kári Steinn Valþórsson, Kristinn Snær Valdemarsson og Margrét Kristín Kristinsdóttir.

Vin1Vin2Vin4Vin5Vin3
Lesa meira

Vinaganga gegn einelti - 7.11.2019

Föstudaginn 8. nóvember fara nemendur í Snælandsskóla í vinagögnu og bjóða nemendum leikskólanna í hverfinu að taka þátt. Allir eru hvattir til að mæta í einhverju grænu í tilefni dagsins.

Vinaganga8nov2019


Fréttir

Skóladagatal 2013-2014

skoladagatalmynd

Hér má finna skóladagatal næsta skólaárs, 2013-2014.

Foreldrar eru hvattir til að kynna sér dagatalið vel.


Lesa meira

Innkaupalistar fyrir árið 2013-2014

Innkaupalista fyrir næsta skólaár má finna hér.
Lesa meira

Skólasetning 2013

Snælandsskóli verður settur fimmtudaginn 22. ágúst. Hér má sjá upplýsingar um hvenær nemendur eiga að mæta.

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica