Fréttir

Gleðilega páska. - 12.4.2019

Paskar_1555078770669

Dagskrá á uppskerudegi Barnamenningarhátíðar - 12.4.2019

Dagskráin er sem hér segir:Sol

11:30 Bókasafn Kópavogs, 3. hæð

Jógahjartað leiðir gesti í hugleiðslustund sem lýkur með halarófu um króka og kima bókasafnsins og Náttúrufræðistofu.

12:00 - 14:00 Náttúrufræðistofa, salur á 1. hæð

Fuglar og fjöll. Smiðja þar sem sköpunarkrafturinn ræður för í gerð á uppáhalds fugli-og fjalli þátttakenda.

13:00 - 15:00 Bókasafn Kópavogs, 2. hæð

Páskakanínur, páskaungar í körfu og grímur úr pappír eru viðfangsefni páskaföndursmiðju.

13:00 Salurinn

Dúó Stemma lokkar gesti í ævintýraheim tónlistar þar sem óhefðbundin hljóðfæri og vorhljóð eru í aðalhlutverki.

14:00 Gerðarsafn

Stefán Hilmarsson bæjarlistamaður tekur lagið með efnilegum tónlistarnemum úr Tónlistarskóla Kópavogs og Skólahljómsveit Kópavogs.

13:00 - 16:00 Gerðarsafn

Vídeósmiðja innblásin af sýningu safnsins með Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur og Atla Arnarssyni, höfundum Marglitu marglyttunnar. Gott ef þátttakendur hafa snjalltæki meðferðis.

Fögnum fjölbreytileikanum

Í Gerðarsafni sýna unglingar úr Vatnsendaskóla verk sem unnin voru með myndlistarmanninum Melanie Bonaldo í félagi við Sesselju Konráðsdóttur myndmenntakennara.

Heima

Á Bókasafni Kópavogs er afrakstur smiðja nemenda í 5. og 6. bekk Kópavogsskóla og Álfhólsskóla sýndur. Þátttakendur eiga rætur að rekja erlendis og veltu fyrir sér hvaða merkingu hugtakið heima hefur fyrir þeim.

Fuglar og fjöll

Í Náttúrufræðistofu verður afrakstur verkefnis sem unnið var með leikskólunum Arnarsmára, Álfatúni, Marbakka og Sólhvörfum til sýnis. Útkoman er skemmtileg sýning sem varpar ljósi á skapandi samstarf.

Handritagerð í 9. og 10. bekk - 31.3.2019

Metnaðarfullir nemendur í 9. og 10. bekk undir stjórn Óskar Kristinsdóttur náttúrufræðikennara sýndu verkefni á menntabúðum fyrir foreldra. Nemendur í 9. bekk sýndu verkefni sem þeir unnu um veður og
loftlagsbreytingar. 
Nemendur í 10. bekk sýndu verkefni sem þau unnu tengt umhverfisfræði.

Nemendur fengu frjálsar hendur varðandi skil á verkefninu en
fylgdu fyrirmælum um handritagerð í gegnum verkefnið.

9. bekkingar skiluðu flestir sínum verkefnum sem heimildarþætti um veður og loftlagsbreytingar og notuðust m.a við iMovie, Greenscreen og Keynote.

10. bekkingar skiluðu sínum verkefnum í formi kynningar á
umhverfisvænni eyju og notuðust m.a við Minecraft, Keynote, veggspjöld, líkanagerð og Fortnite.

Handritagerd3Handritagerd1HandritagerdHandritagerd2


Menntabúðir fyrir foreldra - 29.3.2019

Frábær þátttaka foreldra í morgun á Snillismiðju skólans og notkun spjaldtölvu í kennslu. Boðið var uppá kaffi og kleinur. Eyþór Bjarki Snæbjörnsson fór yfir mikilvægi netöryggis. Foreldrar gengu á milli vinnustöðva og fengu kynningu frá nemendum og kennurum skólans.

MyndirMyndir1Myndir5Myndir3Myndir4Myndir2Þetta vefsvæði byggir á Eplica