Fréttir

Dagskrá 7. -20. desember - 5.12.2018

Dagskra

Forritunardagurinn "Hour of Code" - 5.12.2018

Hour of code. Klukkustund í forritun. Vinabekkir hittast og vinna saman, yngri og eldri,  að forritunarverkefnum.

IMG_0287_1544015113264IMG_0286_1544015113250IMG_0283Hour-of-code_1544015113457

Hefðbundin kirkjuferð yngsta stigs við upphaf aðventu - 4.12.2018

Hefðbundin kirkjuferð yngsta stigs við upphaf aðventu. Farið var í Hjallakirkju þar sem sögð var saga jólanna, sungið og farið í leiki. Börn sem af trúarlegum ástæðum mega ekki fara í kirkju fá sambærilega samverustund á bókasafni skólans sem skipulögð hefur verið af kennurum. 

Árleg heimsókn slökkviliðs í 3. bekk í tilefni Eldvarnaviku - 4.12.2018

Slökkviliðsmenn í fullum skrúða komu að heimsækja 3. bekkingana. 
Auðvitað komu þeir á tveimur sjúkrabílum og einum slökkviliðsbíl.
Þeir fræddu börnin um eldvarnir og báðu þau sérstaklega að gæta logandi kertaljósa í desember.

Síðan fengu börnin að skoða bílana.

Slokkvistarf3SlokkvistarfSlokkvistarf2
Slokkvistarf1

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica