Fréttir

Dægradvölin

Áríðandi skilaboð til forráðamanna nemenda í 1. – 4. bekk í Snælandsskóla

22.8.2013

Ágætu forráðmenn nemenda yngsta stigs í Snælandsskóla. Nú líður að skólabyrjun. Við viljum því biðja alla forráðamenn nemenda á yngsta stigi sem ætla að nýta sér dægradvöl skólans í vetur að staðfesta skráningu og tímasetningar hjá ritara skólans.

Dægradvölin okkar er ekki fullmönnuð fyrstu tvo dagana og því þætti okkur vænt um ef einhverjir foreldrar eiga tök á að hafa nemendur heima þá daga. Þeir sem ætla að nýta sér dægradvöl næstu tvo daga, á fimmtudag og föstudag,  þurfa að senda tvöfalt nesti með nemendum.

Vegna mikils fjölda nemenda í 1. bekk í vetur sjáum við okkur ekki fært annað en að setja nemendur í 4. bekk á biðlista þar til tölur um heildarfjölda nemenda í dægradvöl liggja fyrir. Nemendum í 4. bekk mun þó bjóðast heimanám tvisvar í viku eins og áður en það hefst ekki fyrr en í september.

Við hlökkum til að sjá ykkur og vonum að við eigum framundan farsælt og gott skólaár.

Með góðir kveðju skólastjórnendur


Fréttir

Dægradvölin

Áríðandi skilaboð til forráðamanna nemenda í 1. – 4. bekk í Snælandsskóla

Ágætu forráðmenn nemenda yngsta stigs í Snælandsskóla. Nú líður að skólabyrjun. Við viljum því biðja alla forráðamenn nemenda á yngsta stigi sem ætla að nýta sér dægradvöl skólans í vetur að staðfesta skráningu og tímasetningar hjá ritara skólans.

Dægradvölin okkar er ekki fullmönnuð fyrstu tvo dagana og því þætti okkur vænt um ef einhverjir foreldrar eiga tök á að hafa nemendur heima þá daga. Þeir sem ætla að nýta sér dægradvöl næstu tvo daga, á fimmtudag og föstudag,  þurfa að senda tvöfalt nesti með nemendum.

Vegna mikils fjölda nemenda í 1. bekk í vetur sjáum við okkur ekki fært annað en að setja nemendur í 4. bekk á biðlista þar til tölur um heildarfjölda nemenda í dægradvöl liggja fyrir. Nemendum í 4. bekk mun þó bjóðast heimanám tvisvar í viku eins og áður en það hefst ekki fyrr en í september.

Við hlökkum til að sjá ykkur og vonum að við eigum framundan farsælt og gott skólaár.

Með góðir kveðju skólastjórnendurÞetta vefsvæði byggir á Eplica