Fréttir

8. nóvember er forvarnardagur gegn einelti

Gengið gegn einelti 

5.11.2013

Þann 8. nóvember verður forvarnadagur gegn einelti. Dagskráin er undirbúin í samvinnu við leikskólana í Furugrund, Álfatúni og Grænatúni, við Igló og foreldrafélög skólans og leikskólanna. Gengið verður frá skólanum og hefst gangan kl. 9:50. Gengið verður hring í Fossvogsdalnum og í leiðinni bætast elstu nemendur leikskólanna í hópinn. Foreldrar eru velkomnir með í gönguna og við tileinkum þennan dag græna karlinum í eineltishringnum okkar, sem er verndarinn. Grænn er því litur dagsins og gaman væri ef íbúar hverfisins tækju þátt með því að skreyta hverfið í grænum lit. Það má gera með grænum blöðrum, fánum, borðum, skreytingum í trjám eða hverju örðu sem hugmyndaflugið býður upp á.


Fréttir

8. nóvember er forvarnardagur gegn einelti

Gengið gegn einelti 

Þann 8. nóvember verður forvarnadagur gegn einelti. Dagskráin er undirbúin í samvinnu við leikskólana í Furugrund, Álfatúni og Grænatúni, við Igló og foreldrafélög skólans og leikskólanna. Gengið verður frá skólanum og hefst gangan kl. 9:50. Gengið verður hring í Fossvogsdalnum og í leiðinni bætast elstu nemendur leikskólanna í hópinn. Foreldrar eru velkomnir með í gönguna og við tileinkum þennan dag græna karlinum í eineltishringnum okkar, sem er verndarinn. Grænn er því litur dagsins og gaman væri ef íbúar hverfisins tækju þátt með því að skreyta hverfið í grænum lit. Það má gera með grænum blöðrum, fánum, borðum, skreytingum í trjám eða hverju örðu sem hugmyndaflugið býður upp á.Þetta vefsvæði byggir á Eplica