Fréttir

Jólaföndur foreldrafélagsins

Jólaföndur foreldrafélagsins

26.11.2013

Foreldrafélagið ríður á vaðið á aðventunni með jólaföndri þann 30. nóvember kl. 11:00 – 15:30 hér í skólanum. Skólahljómsveit Kópavogs mun koma í heimsókn og spila um hádegisbil. Jólaföndrið í Snælandsskóla býr að áralöngu skipulagi foreldra og er frábært að sjá hve vel er að því staðið á hverju ári og hversu skemmtileg og eiguleg verkefni eru í boði. Þetta er notalegt upphaf aðventu fyrir fjölskyldurnar í skólahverfinu okkar. Hvetjum alla til að líta við, útbúa sér svolítið skraut og fá sér kaffi . Nemendur í 10. bekk verða að vanda með kaffisölu og fjáröflun fyrir útskriftarferð sína í vor.


Fréttir

Jólaföndur foreldrafélagsins

Jólaföndur foreldrafélagsins

Foreldrafélagið ríður á vaðið á aðventunni með jólaföndri þann 30. nóvember kl. 11:00 – 15:30 hér í skólanum. Skólahljómsveit Kópavogs mun koma í heimsókn og spila um hádegisbil. Jólaföndrið í Snælandsskóla býr að áralöngu skipulagi foreldra og er frábært að sjá hve vel er að því staðið á hverju ári og hversu skemmtileg og eiguleg verkefni eru í boði. Þetta er notalegt upphaf aðventu fyrir fjölskyldurnar í skólahverfinu okkar. Hvetjum alla til að líta við, útbúa sér svolítið skraut og fá sér kaffi . Nemendur í 10. bekk verða að vanda með kaffisölu og fjáröflun fyrir útskriftarferð sína í vor.Þetta vefsvæði byggir á Eplica