Fréttir

Frá stjórn foreldrafélags Snælandsskóla varðandi Öskudaginn.

Frá stjórn foreldrafélags Snælandsskóla varðandi Öskudaginn.

26.2.2014

Kæri íbúi. 

Á öskudaginn, miðvikudaginn 5. mars ætlum við að halda áfram uppteknum hætti síðan í fyrra og bjóða börnunum í hverfinu að ganga í merkt hús (sjá aftan á þessu blaði) frá 17:00 – 19:00 og syngja fyrir nágranna sína í von um sælgæti eða góðgæti (t.d. kleinur, kex, límmiða) að launum. Allt heppnaðist þetta glimrandi vel í fyrra og voru allir sem þátt tóku hæstánægðir með framtakið. 

Við viljum minna á að börnin eru alfarið á ábyrgð foreldra á meðan þessu fer fram.

Ef þú vilt taka þátt þarftu að:

  • Auðkenna húsið þitt með því að setja meðfylgjandi miða út í glugga, á hurð eða á bjöllu, sem á stendur: “Gleðilegan öskudag”. (Fyrirsögnin á þessari auglýsingu er tilvalin ef merkja á bjöllur).
  • Eiga nokkra sælgætismola eða annað lítilræði og gefa börnunum sem banka upp á að launum fyrir söng.Hvetja börn þín til að ganga um hverfið á milli klukkan 17 - 19.
  • Brýna fyrir börnum þínum að banka einungis á dyr þar sem þau eru boðin velkomin með skilaboðunum “Gleðilegan öskudag” á miða úti í glugga, á hurð eða á bjöllu.
  • Ganga með börnum þínum um hverfið, þau eru á þinni ábyrgð.


Ef þú vilt ekki taka þátt:

Þarftu ekkert að gera

Með kærri kveðju og von um góðar viðtökur. 

Stjórn Foreldrafélags Snælandsskóla.


Fréttir

Frá stjórn foreldrafélags Snælandsskóla varðandi Öskudaginn.

Frá stjórn foreldrafélags Snælandsskóla varðandi Öskudaginn.

Kæri íbúi. 

Á öskudaginn, miðvikudaginn 5. mars ætlum við að halda áfram uppteknum hætti síðan í fyrra og bjóða börnunum í hverfinu að ganga í merkt hús (sjá aftan á þessu blaði) frá 17:00 – 19:00 og syngja fyrir nágranna sína í von um sælgæti eða góðgæti (t.d. kleinur, kex, límmiða) að launum. Allt heppnaðist þetta glimrandi vel í fyrra og voru allir sem þátt tóku hæstánægðir með framtakið. 

Við viljum minna á að börnin eru alfarið á ábyrgð foreldra á meðan þessu fer fram.

Ef þú vilt taka þátt þarftu að:

  • Auðkenna húsið þitt með því að setja meðfylgjandi miða út í glugga, á hurð eða á bjöllu, sem á stendur: “Gleðilegan öskudag”. (Fyrirsögnin á þessari auglýsingu er tilvalin ef merkja á bjöllur).
  • Eiga nokkra sælgætismola eða annað lítilræði og gefa börnunum sem banka upp á að launum fyrir söng.Hvetja börn þín til að ganga um hverfið á milli klukkan 17 - 19.
  • Brýna fyrir börnum þínum að banka einungis á dyr þar sem þau eru boðin velkomin með skilaboðunum “Gleðilegan öskudag” á miða úti í glugga, á hurð eða á bjöllu.
  • Ganga með börnum þínum um hverfið, þau eru á þinni ábyrgð.


Ef þú vilt ekki taka þátt:

Þarftu ekkert að gera

Með kærri kveðju og von um góðar viðtökur. 

Stjórn Foreldrafélags Snælandsskóla.Þetta vefsvæði byggir á Eplica