Fréttir

Tálgeríið fékk Kópinn 2014

Tálgeríið fékk Kópinn 2014

3.6.2014

Fjögur verkefni fengu á dögunum viðurkenningu skólanefndar Kópavogs, Kópinn, fyrir framúrskarandi starf í grunnskólum bæjarins; Tálgarí í Snælandsskóla, Hafið í Kópavogsskóla, Dægradvölin í Salaskóla og Stærðfræði er skemmtileg í Hörðuvallaskóla. Tálgarí í Snælandsskóla er stýrt af Hönnu Dóru Stefánsdóttur þroskaþjálfa og Stefáni Gunnarssyni garðyrkjufræðingi en það hefur að markmiði að efla verkfærni, þekkingu og notkun handverkfæra.
Vinna í Tálgeríi er föst á stundatöflu hjá nemendum í ,,Smiðju“ en í Smiðju eru nemendur í 8. 9. og 10. sem ekki fylgja bekkjarnámsskrá en í þeirra einstaklingsnámskrá  er lögð áhersla á list- og verkgreinar. 
Markmið með þessari vinnu er að efla verkfærni og þekkingu og notkun handverkfæra, þjálfa formskyn og styrkja tengsl nemenda við náttúruna. Auk þess sem nemendur fá góða fræðslu um ræktun trjáa og nýtingu skógarafurða á Íslandi. Í vinnuferlinu þurfa nemendur að hugsa verkefnið alveg frá grunni, frá því að trjábolur kemur í hús og þar til að heim fer fallegur nytjahlutur  um leið og farið er  í gegnum allt verkferlið þ.e. saga , tálga, bora, pússa, líma og svo framvegis.


Dæmi um hluti sem gerðir hafa verið: Kollar, bekkir, borð, myndarammar, fatahengi, skóhorn, snagar, ostabakkar, gestabækur smjörhnífarog margt fleira. 


Þetta verkefni er sjálfbært að því leyti að þarna er enginn efniskostnaður og nemendur eiga þess kost á að selja þá hluti sem þeir ætla ekki að eiga sjálfir og ágóðinn notaður til verkfærakaupa.Í Tálgeríinu  er unnið í litlum hópum þar sem lögð er áhersla á  jákvæð og góð samskipti. Þarna mætast ólíkir nemendur á jafnréttisgrundvelli og fá að njóta sín á eigin forsendum í skapandi vinnu. Verkefnið er það sem við viljum kalla ALVÖRU og FULLORÐINS. Það er alvöru efniviður, verkefni og verkfæri. Vinnslan er á verkstæði sem er ólíkt öðru námsumhverfi. Það er því vel til þess fallið að byggja upp sjálfstraust og að nemendur líti á sig sjálfa sem alvöru hönnuði og vinnandi fólk. 

Árangurinn er fyrst og fremst aukin verkfærni og þekkingu á íslenskri náttúru sem og  afraksturinn það er nytjahlutir sem nemendur búa til og taka með heim. Einnig hefur það hefur veitt þeim mikla gleði og eflt sjálfstraust þeirra, að geta gefið vinum eða vandamönnum fallegan hlut sem unninn er samkvæmt þeirra hugmynd  úr náttúrulegum efnivið. Verkefnið er eftirsóknarvert og skemmtilegt og nýtur virðingar annarra nemenda sem og aðdáunar allra sem kynnast því

.


Fréttir

Tálgeríið fékk Kópinn 2014

Tálgeríið fékk Kópinn 2014

Fjögur verkefni fengu á dögunum viðurkenningu skólanefndar Kópavogs, Kópinn, fyrir framúrskarandi starf í grunnskólum bæjarins; Tálgarí í Snælandsskóla, Hafið í Kópavogsskóla, Dægradvölin í Salaskóla og Stærðfræði er skemmtileg í Hörðuvallaskóla. Tálgarí í Snælandsskóla er stýrt af Hönnu Dóru Stefánsdóttur þroskaþjálfa og Stefáni Gunnarssyni garðyrkjufræðingi en það hefur að markmiði að efla verkfærni, þekkingu og notkun handverkfæra.
Vinna í Tálgeríi er föst á stundatöflu hjá nemendum í ,,Smiðju“ en í Smiðju eru nemendur í 8. 9. og 10. sem ekki fylgja bekkjarnámsskrá en í þeirra einstaklingsnámskrá  er lögð áhersla á list- og verkgreinar. 
Markmið með þessari vinnu er að efla verkfærni og þekkingu og notkun handverkfæra, þjálfa formskyn og styrkja tengsl nemenda við náttúruna. Auk þess sem nemendur fá góða fræðslu um ræktun trjáa og nýtingu skógarafurða á Íslandi. Í vinnuferlinu þurfa nemendur að hugsa verkefnið alveg frá grunni, frá því að trjábolur kemur í hús og þar til að heim fer fallegur nytjahlutur  um leið og farið er  í gegnum allt verkferlið þ.e. saga , tálga, bora, pússa, líma og svo framvegis.


Dæmi um hluti sem gerðir hafa verið: Kollar, bekkir, borð, myndarammar, fatahengi, skóhorn, snagar, ostabakkar, gestabækur smjörhnífarog margt fleira. 


Þetta verkefni er sjálfbært að því leyti að þarna er enginn efniskostnaður og nemendur eiga þess kost á að selja þá hluti sem þeir ætla ekki að eiga sjálfir og ágóðinn notaður til verkfærakaupa.Í Tálgeríinu  er unnið í litlum hópum þar sem lögð er áhersla á  jákvæð og góð samskipti. Þarna mætast ólíkir nemendur á jafnréttisgrundvelli og fá að njóta sín á eigin forsendum í skapandi vinnu. Verkefnið er það sem við viljum kalla ALVÖRU og FULLORÐINS. Það er alvöru efniviður, verkefni og verkfæri. Vinnslan er á verkstæði sem er ólíkt öðru námsumhverfi. Það er því vel til þess fallið að byggja upp sjálfstraust og að nemendur líti á sig sjálfa sem alvöru hönnuði og vinnandi fólk. 

Árangurinn er fyrst og fremst aukin verkfærni og þekkingu á íslenskri náttúru sem og  afraksturinn það er nytjahlutir sem nemendur búa til og taka með heim. Einnig hefur það hefur veitt þeim mikla gleði og eflt sjálfstraust þeirra, að geta gefið vinum eða vandamönnum fallegan hlut sem unninn er samkvæmt þeirra hugmynd  úr náttúrulegum efnivið. Verkefnið er eftirsóknarvert og skemmtilegt og nýtur virðingar annarra nemenda sem og aðdáunar allra sem kynnast því

.Þetta vefsvæði byggir á Eplica