Fréttir

Allir lesa í Snælandsskóla

Allir lesa í Snælandsskóla

22.10.2014

Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO hafa búið til landsleik í lestri sem hefur fengið heitið ALLIR LESA. Leikurinn byrjar 17. október og lýkur á degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Leikurinn felst í því að þátttakendur skrá lestur sinn í lestrardagbók á vefnum allirlesa.is og taka þátt í liðakeppni sem er svipuð og t.d. Hjólað í vinnuna. Hægt er að stofna lið með vinnufélögum, vinum, fjölskyldumeðlimum, skólafélögum eða hverjum sem er. Allir lesa er fyrir fólk á öllum aldri, börn sem fullorðna. Það lið sem les mest verður sigurvegari. Fólk les mishratt og er ekki talið eftir blaðsíðum, heldur eru það mínútur sem gilda. Þetta er því ekki hraðlestrarkeppni, fólk getur notið þess að lesa í kósýheitum. Það skiptir ekki máli hvað fólk er að lesa og getur það verið frá bókum í fréttir á mbl.is, hins vegar er markmið þessa leiks að auka lestur hjá fólki. Við í Snælandsskóla tökum þátt og hafa flestir bekkir stofnað lið og náð sér í góðar bækur á bókasafnið. Á degi íslenskrar tungu verða síðan veittar viðurkenningar þeim bekkjum sem standa sig best í átakinu.

Fréttamaður: Viktoría Inga


Fréttir

Allir lesa í Snælandsskóla

Allir lesa í Snælandsskóla

Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO hafa búið til landsleik í lestri sem hefur fengið heitið ALLIR LESA. Leikurinn byrjar 17. október og lýkur á degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Leikurinn felst í því að þátttakendur skrá lestur sinn í lestrardagbók á vefnum allirlesa.is og taka þátt í liðakeppni sem er svipuð og t.d. Hjólað í vinnuna. Hægt er að stofna lið með vinnufélögum, vinum, fjölskyldumeðlimum, skólafélögum eða hverjum sem er. Allir lesa er fyrir fólk á öllum aldri, börn sem fullorðna. Það lið sem les mest verður sigurvegari. Fólk les mishratt og er ekki talið eftir blaðsíðum, heldur eru það mínútur sem gilda. Þetta er því ekki hraðlestrarkeppni, fólk getur notið þess að lesa í kósýheitum. Það skiptir ekki máli hvað fólk er að lesa og getur það verið frá bókum í fréttir á mbl.is, hins vegar er markmið þessa leiks að auka lestur hjá fólki. Við í Snælandsskóla tökum þátt og hafa flestir bekkir stofnað lið og náð sér í góðar bækur á bókasafnið. Á degi íslenskrar tungu verða síðan veittar viðurkenningar þeim bekkjum sem standa sig best í átakinu.

Fréttamaður: Viktoría IngaÞetta vefsvæði byggir á Eplica