Mætingaferli

Mætingarferli

Ferli vegna veikinda og/eða óútskýrðra fjarvista í 1.-7. bekk

Ef nemandi mætir ekki á réttum tíma í skólann, hringir ritari heim eða til aðstandenda, athugar hvað veldur og skráir í Mentor. Viðbrögð við fjarvistum eru þau sömu á öllum skólastigum.

  1. Ef fjarvistir nemanda þykja óeðlilegar (meira en 10 dagar), hefur umsjónarkennari samband við foreldra/forráðamenn.
  2. Ef nemandi er frá skóla 15 daga eða meira, vísar umsjónarkennari málinu til Nemendaverndarráðs, sem í samráði við umsjónarkennara og deildarstjóra taka málið til meðferðar.
  3. Verði engin breyting til batnaðar, er málinu vísað til skólastjóra sem kallar foreldra/forráðamenn á fund, þar sem farið er yfir stöðuna og reynt að finna lausn mála.
  4. Reynist viðleitni skólastjóra árangurslaus er málinu vísað til fræðsluyfirvalda.
  5. Foreldrar/forráðamenn eru látnir vita á öllum stigum málsins og það unnið í samvinnu við þá. Í samræmi við ákvæði laga um stjórnsýslu er nemandanum og forráðamönnum tryggður andmælaréttur og viðurlög taki mið af jafnræðisreglu og meðalhófsreglu.

Mætingarferli og viðurlög – stigkerfi í  8.-10. bekk

1 stig er gefið fyrir að mæta of seint (búið að lesa upp og kennsla hafin).
2 stig eru gefin fyrir fjarvist/skróp.
3 stig eru gefin fyrir brottrekstur úr tíma (ávallt skal vísa nemanda á ákv. stað, t.d. til deildarstjóra. Viðkomandi kennari ræðir við nemanda og lætur foreldra vita um brottrekstur).

  1. 20 stig:  Umsjónarkennari ræðir við og aðvarar nemanda einslega, skráir atburð í Mentor (dagbók) og lætur foreldra/forráðamenn vita (t.d. með tölvupósti), að alvarleiki málsins hafi verið ræddur við nemandann.
  2. 40 stig: Umsjónarkennari boðar nemanda og foreldra/forráðamenn til fundar, þar sem farið er yfir mætingarnar.
  3. 60 stig: Umsjónarkennari vísar málinu til deildarstjóra sem kallar nemanda og foreldra/forráðamenn til fundar um málið. Umsjónarkennari upplýsir Nemendaverndarráð um málið.
  4. Eftir það er málinu vísað til skólastjóra og síðan til fræðsluyfirvalda.
  5. Varðandi veikindi vísast til sömu reglna og hjá 1.-7. bekk, nema í stað 10 daga koma 74 stundir og 15 daga koma 110 stundir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica