Saga skólans

Saga skólans

Snælandsskóli

Snælandsskóli var stofnaður 1974. Fyrstu árin var hann starfræktur í lausum kennslustofum. Smám saman var síðan núverandi skólahúsnæði byggt og á skólinn að heita fullbyggður.  

Í upphafi var starfað samkvæmt kenningum um opinn skóla. Má sjá það á A- og C- álmum  sem eru elstu hlutar skólans, en þar er möguleiki á að mynda opin svæði. Skólinn þróaðist smám saman í það sem kallað var opið, samvirkt og sveigjanlegt kerfi. Eftir stóra kennaraverkfallið 1984 þróaðist starfið í átt að því sem kallað er hefðbundið skólastarf. Á síðustu misserum er unnið að þróun skólastarfs í átt að einstaklingsmiðuðu námi.  
Frá upphafi hefur verið margs konar þróunarstarf í gangi. Má þar nefna blöndun árganga. Fyrstu 10 - 12 árin var mikil áhersla lögð á samvinnu á unglingastigi þá einkum í formi þemaverkefna. Áhersla hefur verið lögð á teymisvinnu kennara. Reynt hefur verið að halda í ýmislegt úr vinnubrögðunum sem þróuðust á fyrstu árum skólans. Má þar nefna vikuáætlanir og vinnutíma, val o.fl.

Mikil áhersla hefur verið lögð á góða sérkennslu og má segja að þar sé stöðugt þróunarstarf í gangi.
Foreldrafélag var stofnað við skólann 1977 og hefur það ætíð verið öllu skólastarfinu til styrktar.Þetta vefsvæði byggir á Eplica