Sýn skólans

Sýn skólans

Stefna Snælandsskóla

Skólastarf í Snælandsskóla einkennist af góðum skólabrag sem grundvallast á gagnkvæmu trausti og virðingu í öllum samskiptum. Áhersla er lögð á að hver og einn þroski hæfileika sína á eigin forsendum. Í Snælandsskóla er unnið að heilbrigðum lífsháttum í sátt við náttúru og umhverfi.

Einkunnarorð skólans eru

Viska – virðing – víðsýni – vinsemd

  • Viska: Með námi sínu öðlast nemendur visku sem nýtist þeim til framtíðar Í orðinu felst; vitsmunir, þekking, vísdómur og speki.
  • Virðing: Virðing er lykillinn í öllum samskiptum. Mikilvægt er að allir þroski með sér virðingu fyrir sjálfum sér, öllu öðru fólki, öllu lífi og umhverfi.
  • Víðsýni: Allt nám eykur víðsýni. Víðsýni þroskar gagnrýna hugsun og með víðsýni ætti fólk að leitast við að sjá mismunandi sjónarmið og leita lausna. Víðsýnn skóli metur námsgreinar jafnt, telur ,,allar greindirnar” jafn mikilvægar og leggur áherslu á fjölbreytt vinnubrögð.
  • Vinsemd: “Elskaðu náungann eins og sjálfan þig” er ætíð í fullu gildi og jákvæðni og vinátta er grundvöllur fyrir góðri líðan.

Markmið

  • Í Snælandsskóla viljum við að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast.
  • Í Snælandsskóla viljum við að hver einstaklingur þjálfi færni sína náms-, félags- og tilfinningarlega.
  • Í Snælandsskóla viljum við vera opin fyrir nýjungum og breytingum til að bæta skólastarfið.
  • Í Snælandsskóla viljum við eiga gott samstarf við heimili og alla þá sem koma að fræðslu- og uppeldismálum.
  • Í Snælandsskóla viljum við efla samstarf milli skólastiga þ.e. frá leikskóla upp í framhaldsskóla.
  • Í Snælandsskóla viljum við að nemendur rækti með sér ábyrgðartilfinningu, virðingu og tillitssemi gagnvart sjálfum sér og öðrum.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica