Sýn skólans

Sýn skólans

Stefna Snælandsskóla

Skólastarf í Snælandsskóla einkennist af góðum skólabrag sem grundvallast á gagnkvæmu trausti og virðingu í öllum samskiptum. Áhersla er lögð á að hver og einn þroski hæfileika sína á eigin forsendum. Í Snælandsskóla er unnið að heilbrigðum lífsháttum í sátt við náttúru og umhverfi.

Að nýta þau tækifæri sem innleiðing á spjaldtölvum í skólastarfi Snælandsskóla býður upp á til þess að skapa vettvang fyrir framsækið skapandi skólastarf

Hlutverk Snælandsskóla

Hlutverk Snælandsskóla er að skapa bestu aðstæður til þess að nemendur og kennarar fái nýtt þá möguleika sem tæknin býður upp á til þess að efla grunnstoðir skólastarfs samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla.

Framtíðarsýn

Skólastarf Snælandsskóla einkennist af skapandi starfsumhverfi og fjölbreyttum kennsluháttum sem byggi á vináttu og virðingu fyrir fólki, náttúru og umhverfi.

Einkunnarorð skólans eru: Viska – virðing – víðsýni – vinsemd

Viska: Með námi sínu öðlast nemendur visku sem nýtist þeim til framtíðar. Í orðinu felst; vitsmunir, þekking, vísdómur og speki

Virðing: Virðing er lykillinn í öllum samskiptum. Mikilvægt er að allir þroski með sér virðingu fyrir sjálfum sér, öllu öðru fólki, öllu lífi og umhverfi.

Víðsýni: Allt nám eykur víðsýni. Víðsýni þroskar gagnrýna hugsun og með víðsýni ætti fólk að leitast við að sjá mismunandi sjónarmið og leita lausna. Víðsýnn skóli metur námsgreinar jafnt, telur ,,allar greindirnar” jafn mikilvægar og leggur áherslu á fjölbreytt vinnubrögð.

Vinsemd: Elskaðu náungann eins og sjálfan þig er ætíð í fullu gildi og jákvæðni og vinátta er grundvöllur fyrir góðri líðan.

Meginmarkmið:

  • Að nemendur þroski hæfileika sína á eigin forsendum.

  • Að skólastarfið einkennist af skapandi starfsumhverfi og fjölbreyttum kennsluháttum sem byggi á vináttu og virðingu fyrir fólki, náttúru og umhverfi.

  • Að nemendur tileinki sér heilbrigð lífsviðhorf og lífsstíl.

Skólastarf í Snælandsskóla einkennist af góðum skólabrag sem grundvallast á gagnkvæmu trausti og virðingu í öllum samskiptum. Áhersla er lögð á að hver og einn þroski hæfileika sína á eigin forsendum. Í Snælandsskóla er unnið að heilbrigðum lífsháttum í sátt við náttúru og umhverfi.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica